Óyrtir námsörðugleikar
Höfundur: Eygló Erla Þórisdóttir
Þetta er wikibók sem inniheldur upplýsingar um óyrta námserfiðleika. Óyrtum námserfiðleikum svipar á margan hátt til Asperger heilkennisins. Rannsóknir hafa sýnt að börn með asperger heilkenni og börn með óyrta námserfiðleika hafa áþekkt mynstur taugasálfræðilgra styrkleika og veikleika. Niðurstöður hafa leitt í ljós að óyrtir námserfiðleikar er eins konar taugasálfræðilegt módel af Asperger heilkenni(Vantar heimild). Þessar upplýsingar ættu að vera gagnlegar kennurum og öðrum þeim sem að koma að vinnu með börnum.
Hvað eru óyrtir námsörðugleikar
breytaÓyrtir námsörðugleikar Nonverbal Learning Disasbility er eitt af þeim þroskamynstrum sem hafa verið skilgreind og gefið nafn. Sérfræðingar í taugasálfræði námserfiðleika hafa komist að þeirri niðurstöðu að greinarmunur er á yrtum og óyrtum námserfiðleikum. Óyrtir námsörðugleikar birtast helst í stærðfræðierfiðleikum og erfiðleikum í samskiptum og tilfinningalífi. Óyrtir námserfiðleikar er taugafræðilegur veikleiki sem á upptök sín í hægra heilahveli. Talið er að orsakar sé að leita í tengslaskerðingu í hvíta efni hægra heilahvelis. Slík tengslaskerðing hefur einnig verið tengd Asperger heilkenninu. Þannig virðist sem að móttaka skilaboða sem byggist ekki á orðum, þ.e. óyrt skilaboð, eins og t.d. upplýsingar um hegðun, hátterni o.fl. er mismikið sködduð og veldur því vanda í tengslum við innsæi og skipulagningu og hefur áhrif á það hvernig börn með óyrta námserfiðleika meta slíkar upplýsingar. Þannig eiga þau því erfiðara með að sjá heildarmyndina en greina betur einstök atriði innan heildarinnar.
Helstu einkenni
breytaÞað getur verið erfitt að greina óyrta námserfiðleika hjá börnum því málþroski þeirra er yfirleitt afburða góður fyrstu árin. Börn með þroskaða málgreind vekja jafnan stolt bæði foreldra og kennara. Tveggja til þriggja ára er barnið mjög duglegt að tjá sig munnlega og býr gjarnan yfir orðaforða fullorðinnar manneskju. Venjulega er slíkt barn álitið gáfað, þegar barnið byrjar svo í skóla er það jafna ákaft í námi sínu og á auðvelt með að muna. Einkenni barna með óyrta námserfiðleika eru eftirfarandi.
- Klaufalegar hreyfingar
- Slök samhæfing hreyfinga
- Hreyfivandamál á vinstra helmingi líkamans
- Barnið forðast að krossleggja hendur og fætur - miðlínu líkamans
- Líklega á barnið í erfiðleikum með skrift og hefur slakt snertiskyn
Slök hreyfistjórnun getur haft í för með sér félagslega erfiðleika fyrir barnið því það hefur ekki fullkomna stjórn á hreyfingum sínum og líkama og rekst því oftar utan í bæði hluti og manneskjur og gæti því öðrum börnum fundist það vera fyrir. Auk þess sem það eykur hættuna á að barnið meiði sig. Líklegt er að barn með þessi einkenni sé lofthrætt og hrætt við að klifra upp í kaðla eða rimla, jafnvægisskynið er einnig slakt og á það oft í erfiðleikum með að læra að hjóla. Það að lyfta öðrum fætinum og sparka í bolta getur auðveldlega orðið til þess að barnið missi jafnvægið og detti því það einbeitir sér svo mikið að boltanum. Fínhreyfingar eru slæmar og barnið á erfitt með skrift, blýantsgrip og að reima skóna sína. Börn með óyrta námserfiðleika eiga einnig í erfiðleikum með rúmskynjun, eins og hægri-vinstri og sjónminni almennt. Það á erfitt með að sjá heildarmyndina heldur beinir athyglinni á einhvern einn ákveðinn hlut.
Styrkleikar
breyta- Tal og orðaforði þroskast snemma
- Mikil hæfni til að læra utan að.
- Góð athygli á smáatriði
- Góð lestrarhæfni þroskast snemma ásamt góðri stafsetningarhæfni
- Munnleg tjáning mjög góð
- Gott hljóðrænt minni
Veikleikar
breyta- Slök hreyfigeta - Vantar samhæfingu, jafnvægisvandi og skriftarvandamál
- Skipulagning sjónrænnar rúmskynjunar - Barn á erfitt með að sjá hluti fyrir sér í huganum.
- Slæmt sjónrænt minni - Stærðfræðierfiðleikar, skilningur á stærðfræðihugtökum lítill
- Félagslegur vandi - Vanhæfni til skilja skilaboð án orða (s.k. óyrt skilaboð. Vöntun á félagslegri hæfni. Þolir illa breyttar aðstæður.
Félagslega hliðin
breytaFélagsleg vanhæfni er einkennandi fyrir börn með óyrta námsörðugleika. Þeim er mikið í mun að passa inn í og hegða sér óviljandi á óviðeigandi hátt sem bæði foreldrar og félagar barnanna telja þreytandi hegðun. Þar sem félagsleg færni þeirra er lítil gera þau oft mistök í viðleitni sinni til að falla inn í hópinn og verða fyrir vikið pirrandi. Börn með þessa greiningu eiga í erfiðleikum með að vinna úr skynjuðum vísbendingum eða merkjum í umhverfinu.
Þar sem sjónminni er slakt á barnið erfitt með að muna andlit, túlka bendingar og líkamstjáningu og lesa úr andlitssvipum. Barnið skynjar ekki breytingar á rödd eða áherslur í framsögn hjá fólki. Einnig er ólíklegt að barn með óyrta námsörðugleika átti sig á því þegar verið er að ljúga að því og vanhæfni þess til að lesa úr líkamstjáningu annarra verður til þess að barninu hættir til að verða e.k. blóraböggull.
Úrræði
breytaSamskipti og hegðun
- Gott er að eiga mikil munnleg samskipti við barnið og hvetja það til að svara munnlega.
- Kenndu/leiðbeindu munnlega því ekki er hægt að búast við að barnið læri af því að horfa og fylgjast með. Kenna þarf barninu á líkamleg tjáningarform. Barn með ÓNE skynjar ekki spennu í samskiptum og það þegar aðrir eru spenntir, argir og óánægðir.
- Aðstoðaðu barnið við að þróa með sér og áfram þær aðferðir sem gefist hafa vel í samskiptum við aðra.
- Fullorðnar fyrirmyndir barnsins ættu að hugsa upphátt í ákveðnum kringumstæðum, svo barnið geti lært góða hegðun af slíku sjálfstali.
- Refsingar eru ekki áhrifaríkar aðferðir til að breyta hegðun barnsins. Gagnlegt er að reyna að greina hegðunarvandann og koma sér svo upp ítarlegri og gagnlegri meðferðaráætlun.
Nám og kennsla
- Dagleg samskipti barnsins þyrftu að vera leiðbeinandi, því barnið gerir oft ekki greinarmun á góðri og slæmri hegðun.
- Mikilvægur námsþáttur eru munnleg samskipti, þannig nýtur barnið góðs af samvinnu við önnur börn.
- Hvers kyns breytingar veitast þessum börnum alltaf erfiðar, það er því gott að gefa barninu góðan tíma bæði fyrir og eftir frímínútur og eins þegar það á að skipta um verkefni í kennslustund.
- Fastmótaðar reglur eru mjög mikilvægar þessum einstaklingum - því það hefur mikla þörf fyrir að vita hvað á að gerast næst.
- Einstaklingsmiðuð námsskrá
Spurningar
breyta- Hver er skilgreining óyrtra námserfiðleika?
- Hver eru helstu einkenni óyrtrar námserfiðleika?
- Hverjir eru helstu styrkleikar barns sem er greint með óyrta námserfiðleika?
- Hverjir eru helstu veikleikar þess?
Heimildir
breytaEvald Sæmundsen. Heilkenni óyrtra námserfiðleika. Glæður, 2000. 2. tbl. 10. árg. (s. 13-19)
Óyrtir námserfiðleikar, orsakir, einkenni og meðferð. Hildur Jónsdóttir, sálfræðingur þýddi úr grein Sue Thompson, Nonverbal Learning Disorders frá 1996.
[1]| Óyrtir námserfiðleikar (NLD) og félags- og tilfinningalegir námserfiðleikar (SELD) - tengsl við Asperger og einhverfu? Grein e. Jónas G. Halldórsson, sálfræðing.
Ítarefni
breyta- http://youtube.com/watch?v=XtOEaV3SO0M Sýnishorn frá stofnuninni Rush Behavioral Center (RNBC) Keeping hope alive