Ítalska/Lærðu ítölsku/Inngangur
Benvenuti!
Velkomin(n) í þessa wikibók um ítölsku! Bókin er ætluð byrjendum sem vilja læra ítölsku.
Ítalska
Inngangur |
Kaflar |
Málfræði |
Orðaforði |
Um þessa bók |
Uppsetning |
Efnisyfirlit |
Almennt um ítölsku
breytaÍtalska er rómanskt tungumál sem þýðir að hún er eitt af mörgum nútímamálum sem rekja uppruna sinn til latínu sem var töluð á tímum Rómaveldis. Ítalska greindist frá latínu snemma á miðöldum en hún var þó sjaldan eða aldrei notuð sem ritmál fyrr en á 14. öld þegar Dante Alighieri samdi hið fræga leiðslukvæði La divina commedia eða Hinn guðdómlega gleðileik og sýndi þar með fram á að ítalska var líka nothæf sem bókmenntamál. Um leið gerði hann það að verkum að ítalskt ritmál byggðist á þeirri mállýsku sem hann kunni sjálfur og var töluð í Flórens, heimaborg hans.
Ástæður þess að læra ítölsku
breytaÍtalska er opinbert tungumál í þremur löndum; Ítalíu, Vatíkaninu og San Marínó, auk tveggja svissneskra kantóna; Ticino og Grigione. Ítalska er auk þess töluð víða, svo sem í Slóveníu, Króatíu, Frakklandi, Mónakó, Líbýu, Túnis, Erítreu, Eþíópíu, Sómalíu, Möltu, Albaníu, Kanada, Argentínu, Brasilíu, Mexíkó og Venesúela og auk þess meðal ítalskra innflytjenda um allan heim. Fjöldi þeirra sem eiga sér ítölsku að móðurmáli er áætlaður um 70 til 125 milljónir en alls er áætlað að um 200 milljónir manna tali ítölsku, þar með taldir þeir sem hafa lært hana sem annað mál.
Um allan heim er talið að ítalska sé í fimmta sæti yfir mest kenndu tungumálin á eftir ensku, frönsku, spænsku og þýsku. Ein af ástæðunum fyrir því er sú að ítalska er mikið notuð sem tónlistarmál og er það tungumál sem margar frægustu óperurnar eru sungnar á. Ítalska er auk þess mjög lík bæði spænsku og portúgölsku og þekking á henni veitir innsýn í hin rómönsku málin.
Er erfitt að læra ítölsku?
breytaHvernig á að nota þessa kennslubók
breytaÍ fyrsta lagi þarftu að hafa stílabók. Það er til þess að þú getir skrifað allt sem þú lest í hana, en það er mikilvægt upp á skilning að gera.
Til að læra ný orð og setningar er gott að skrifa þau fimm sinnum í stílabókina til þess að muna þau betur. Gerðu þetta daglega þar til þú manst orðin.
Seinna, þegar 'Verkefnabók' verður tilbúin í PDF, skaltu prenta hana og nota hana til að æfa þig.
Áður, á meðan, eða eftir að þú ert búin/n með kaflann í dag, hlustaðu á ítalskar útvarpsstöðvar með því að fara hingað og smella á Foreign Radio Online. Þetta ætti að hjálpa þér að skilja talaða ítölsku.
Lærðu á þínum eigin hraða. Hægara er betra! Og mundu, 20 eða 30 mínútur á dag eru miklu betri en einn klukkutími á viku!
Gangi þér vel!