Íslenska hafsvæðið

Íslenska hafsvæðið

breyta
 
Hafsvæðið umhverfis Ísland
|<big>Íslenska hafsvæðið</big>

Ísland er eyja norðarlega í Atlantshafi og er um 103.000 km² að flatarmáli. Strandlengja Íslands er um 6000 km löng. Fyrir utan strandlengjuna liggur um 115.000 km² landgrunn út á 200 m dýpi. Efnahagslögsaga Íslands á hafinu kringum Ísland nær 200 sjómílur út frá annesjum og telst vera 758 þúsund km². Utan landgrunnsins taka við regindjúp og neðansjávarhryggir. Helstu hafsvæðin umhverfis Ísland eru þessi: ==Íslandsdjúp== fyrir sunnan land, ==Grænlandshaf== milli Íslands og Grænlands vestan við Reykjaneshrygg og að Grænlandssundi sem liggur á milli Vestfjarða og Grænlands þar sem þrengst er á milli landanna. ==Íslandshaf== fyrir norðan og austan landið. Öll tilheyra þessi höf Atlantshafi.

 
Neðansjávarhryggir

==Grænlands -Íslandshryggur== sem liggur á milli í NA frá Vestfjörðum til Grænlands þar er um 620 m þröskuldsdýpi.

==Íslands- Færeyjahryggur== sem liggur út frá SA verðu Íslandi til Færeyja og þaðan Til Skotlands, hann ef dýpstur við íslensku og færeysku landgrunnsræturnar 430-490 m En grynnstur um miðbikið í svonefndum Rósagarði um 300m.

==Kolbeinseyjarhryggur²== liggur út frá miðju Norðurlandi og norður í haf. Á honum liggja tvær eyjar sem eru Grímsey og norðar Kolbeinsey sem í dag er lítið sker sem sjór gengur yfir og hefur hún farið minnkandi á undanförnum árum. Hann nær til yfirborðs á þessum eyjum, en markast annars vel af 1000 til 1500 m dýptarlínum. Kolbeinseyjarhriggurinn er hluti af hinum mikla Mið-Atlantshafshrygg sem liggur eftir Atlantshafinu endilöngu.

==Reykjaneshryggur== liggur í SV frá Reykjanesskaga en sveigir svo í suður við 60°N og liggur svo suður Atlantshaf. Hann er einnig hluti hins mikla Mið-Atlantshafshrygg sem liggur eftir Atlantshafinu endilöngu. Hann afmarkast greinilega af 1000 m dýptarlínunni. Á honum eru eyja og tvö sker sem standa uppúr sjá á fjöru. Þetta eru Eldey, sem liggur um 15 km SV af Reykjanesi, Geirfuglasker sem eru leifar af stærra skeri og liggja nokkru utar en Eldey, og Eldyjarboði sem liggur á svonefndu Boðagrunni talsvert frá Reykjanesi. Í Eldey var síðast Geirfuglinn drepinn 3. júní 1844.

==Íslands- Jan Mayen-hryggur== Oft kallaður ==Jan Mayen-hryggur==. Þessi hryggur gengur suður frá Jan Mayen eyju sem er í um 550 km norðan Íslands, meira eða minna alla leið til austurstrandar Íslands. Þessi hryggur tendist hugsamlegum olíuranssóknum á svokölluðu Drekasvæði. Drekasvæði er nefnt eftir landvætti Austurlands drekanum í Vopnafirði.

==Kötluhryggir== eru myndaðir úr setlögum og ganga frá Kötlugrunni suður í haf. Þeir eru ekki nærri eins stórir og hinir hryggirnir sem nefndir hafa verið. Þeir koma fram á 1000-1800 m dýpi. Á þessum hrygg veiðist fiskur sem heitir Búri hann er í einhverju magni við suðurströnd Íslands, en hefur veiðst í nokkru magni þarna. Utan við þessa neðansjávarhryggi og íslenska landgrunnið er dýpi 1500-2000 m.

 
Hafstraumar í N-Atlantshafi

Hafstraumar við Ísland

breyta

Á íslenska hafsvæðinu eru þrír meginhafstraumar og liggur landið á mótum kaldra og heitra hafstrauma. Þessu veldur hnattstaða Íslands auk neðansjávarhryggjanna sem mynda fyrirstöðu og stýra straumunum. Auk þessarra megin strauma er strandstraumur með ströndinni og liggur réttsælis umhverfis Ísland. Þessir straumar eru:

==Golfstraumurinn (Irmingerstraumur)== Sem er heitur Straumur sem kemur upp að suður- og vesturströnd Íslands og liggur með ströndinni rennur upp með vesturströndinni og grein af honum liggur svo fyrir Horn og flæðir austur með norðurlandi þar sem að hann kólnar hægt og hverfur. Það er mjög misjafnt eftir árum hversu mikill hluti þessarar tungu nær fyrir Horn. Þetta er hlýr og saltur sjór og er magn hans áætlað um 2.000.000 m^3/sek eða sem samsvarar 20 sinnum magn Amasonfljótsins.

==Austur-Grænlandsstraumur== Kaldur pólsjór kaldari en 0°C sem rennur suðureftir Grænlandssundi og niður með A strönd Grænlands. Magn þessa sjávar er á bilinu 1.000.000-2.000.000 m^3/sek

==Austur-Íslandsstraumur== Svalsjór sem streymir austan Íslands og mætir Golfstraumnum við Íslands- Færeyjahrygginn. Rúmtak þessa straums er ekki þekkt en hitastigið er 0-2°C meginhluti þessa straums er myndaður við blöndun og kólnun á Atlantssjó og að einhverju leiti úr kaldri tungu að norðan. Straumurinn streymir alveg með landi við Austfirði og veldur þar af leiðandi oft þoku inn á fjörðum austanlands.

==Strandstraumur== er straumur sem rennur réttsælis umhverfis landið. Með mismunandi straumhraða.

Myndband um straumakerfi jarðar

Golfstraumurinn útskýrður

Sjórinn og miðin. Svend Aage Malmberg. 1992 - Námsgagnastofnun og Hafrannsóknastofnun, Reykjavík 1992

Veður– og haffræði. Eggert Lárusson. Forlagið 2016. Reykjavík

Hafið. Unnsteinn Stefánsson. Háskólaútgáfan 1999. Reykjavík

Drekasvæðið. Orkustofnun. https://orkustofnun.is/media/utbod2009/Umhverfisskyrsla_2007.pdf

Merktu við eitt rétt svar.

1 Hvað heitir heiti straumururinn sem streymir til norðurs í N-Atlantshafi?

Labradorstraumur
Austur-Íslandsstraumur
Golfstraumur
Austur-Grænlandsstraumur

2 Á hvaða neðansjávarhrygg er Grímsey?

Reykjaneshryggnum
Kolbeinseyjarhryggnum
Kötluhrygg
Íslands-Grænlandshrygg

3 Hvernig streymir strandstraumurinn umhverfis Ísland?

Í vestur
Réttsælis
Rangsælis
Upp með landinu