Íþróttir
Listi yfir vinsælustu íþróttir heimsins
breytaÍþróttir af hvaða grein það er er allra meina bót. Það er mikið um ávinning þegar kemur að því að iðka íþróttir. Til dæmis; Ná betri svefn, sterkara hjarta, kynnist öðrum með sama áhugamál, styrkir lungun, eykur sjálfstraust við það að stefna markvisst að einhverju markmiði, minnkar stress, bætir andlega heilsu, býr til leiðtoga og er það sem börn hafa rosalega gott af þegar þau eru að vaxa og dafna. Sumar íþróttir eru vinsælli í áhorfi en aðrar. Einnig eru sumar íþróttir sem krefjast þess að hafa stóran hóp af einstaklingum miðað við aðrar einstaklings íþróttir. Margar greinar eru iðkaðar án þess að keppa í. Börn í Suður Afríku og Suður Ameríku stunda fótbolta gífurlega á götum borgarinnar án þess að keppa í greininni. Að hlaupa er auðvitað partur af frjálsum íþróttum en flestir hlaupa án þess að keppa í greininni. Þeir hlaupa fyrir heilsuna. Hér fyrir neðan ætlum við að skoða lista yfir vinsælustu íþróttir heimsins þegar.
Fótbolti
Fótbolti hefur um það bil 4 milljarða stuðningsmenn. Ástæða fyrir því af hverju þessi íþrótt er vinsæl er vegna þess að hún er spiluð svo víða með mikilli umfjöllun í hverjum heimshluta. Boltinn er vinsæll í Evrópu, Suður og Norður Ameríku og Afríku. Það sem gæti dregið marga að íþróttinni er að hún er ekki dýr. Það eina sem þú þarft í raun er fótboltinn sjálfur. Hægt er að spila leikinn á flestum stöðum þar sem nægilegt svæði er.
Krikket Varla vinsæl íþrótt á Íslandi en hins vegar er hún það á heimsvísu. Rosalega stór í Ástralíu, Indlandi, Pakistan, Suður Afríku og Bretlandi. Samt sem áður er hún í vaxandi mæli í löndum sem spila sportið lítið. Samkvæmt tölum alþjóða krikket sambandinu er spilað íþróttina í tæplega 130 löndum. Þess má geta að það búa milljarður einstaklinga á Indlandi. Tæplega 400 milljónir búa einnig í hinum löndunum sem nefnd eru hér fyrir ofan.
Tennis Tennis er vinsælt til áhorfar sem og iðkunar. Ágætis mælikvarði yfir vinsældir íþróttarinnar er þegar stærstu stjörnurnar eru þekkt nöfn fólks sem hefur ekki áhuga á greininni. Nöfn eins og Serena Williams og Roger Federer. Íþróttin, ólíkt fótboltanum, er dýr. Svipað og golf. Það er ákveðin standard yfir því hvernig klæðaburður á að vera.
Blak Tvo lið keppast um að fá stig með því að andstæðingur nær ekki að svara áras hins liðsins. Strandblak er vinsæl útgáfa af blakinu þar sem 2 leikmenn spila saman í liði þar sem undirlagið er sandur. Það er keppt á stórmótum í strandblaki en einnig er keppt í 6 manna liðum á hefðbundnu íþróttagólfi. Það er þess vegna spilað bæða utan- og innandyra og um 220 þjóðir spila og keppa í íþrótinni
Hokkí Undirlag íþróttarinnar getur bæði verið ís og íþróttagolf. Áhorf íþróttarinnar er um 2 milljarðar. Tvö lið nota hokkíkylfur til þess að koma pökknum í mark andstæðings. Íshokkí er vinsælla hér á landi. Ólíkt íshokkí er lítið um snertingar í hokkí. Hokkí er íþrótt með 11 leikmönnum þar með einum markmanni á móti öðrum 11 leikmönnum með markmanni.
Borðtennis Hægt og rólega hefur þessi íþrótt verið vaxandi þegar kemur að áhorfi og vinsældum. Stundað er íþróttina á mörgum vígvöllum. Skólum, félagsmiðstöðum, skemmtistöðum, íþróttahöllum og veislum út um allan heim. Talið er að um 300 milljónir manna spili leikinn. Markmið leiksins er að koma boltanum fram hjá andstæðingnum án þess að hann nái að svara. Sportið er vinsælla í Asíu þrátt fyrir að það sé vinsælt í Evrópu, Bandaríkjum og Afríku. Talið er að tæplega einn milljarður fylgist með sportinu
Körfubolti Samkvæmt tölum alþjóða körfubolta sambandinu er leikurinn spilaður af 450 milljónir manna. Hvort sem það er í frítíma eða sem keppnisgrein. Meistararnir Michael Jordan og Kobe Bryant eru einstaklingar sem hafa skotið áhuga manna á íþróttinni. Körfuboltinn var fundinn upp af kennara í Bandaríkjunum seint 1800. Það er um 850 milljarð manna sem horfir á og fylgist með íþróttinni. Leikurinn er svoleiðis að það eru tvö lið sem keppast um að færa körfuboltann upp völlinn og reyna skora stig með að láta boltann detta í gegnum lítinn hring sem er nokkra metra upp í loftinu. Ef þú hefur gaman af því að hlaupa, hoppa, og skjóta þá er körfubolti fyrir þig. Líkt og fótboltinn er þetta sport svo vinsælt því þú þarft einungis bolta og tvær körfur.
Hafnabolti Hafnabolti hefur alltaf verið mest vinsæll í Bandaríkjunum miðað við aðrar þjóðir heimsins. Samt sem áður er íþróttin að auka vinsældir sínar í öðrum löndum. Sportið er lítið spilað hér á landi. Íþróttakennarar grunnskóla láta nemendur sína fara í kíló sem gæti verið einhver útgáfa af hafnabolta í mjög lausum skilning
Golf Um það bil eru 60 milljónir manna sem spila íþróttina. Sem gerir það eitt af vinsælustu íþróttinni í dag. Það sem er svo gott við íþróttina er að það geta allir, á sama hvaða aldri þeir eru spilað íþróttina. Margir byrja að spila golf þegar þeir eru í kring um fimmtíu ára og verða síðan heiltekinn af íþrótinni. Með því að stunda golf er maður að ná ráðleggingum um daglega hreyfingu með labbitúr í nátturúnni þar sem lítið um flatneskju er, allavega hér á landi.
Badminton Eitt af tíu vinsælustu íþróttum heims. Sem gæti komið sumum á óvart. Þetta er gríðarlega vinsælt innandyra sport. Það eru um 220 milljónir manna reglulega sem spila íþróttina. Í Asíu eru mikið af bestu leikmönnum heims enda íþróttin rosalega vinsæl þar.