Æxlun - afleiðingar og varnir

Hluti af námsefni um æxlun í Lífeðlisfræði, Líf103. Fjallar um kynsjúkdóma og getnaðarvarnir. Unnið af nemendum á 1.ári náttúrufræðibrautar í ML á vorönn 2008.


KYNSJÚKDÓMAR

breyta

Herpes

breyta

Herpes (Herpes simplex II) er veirusýking sem getur valdið útbrotum við eða á kynfærum. Herpes smitast við samfarir þ.e. við slímhúðasnertingu kynfæra, munn- eða endaþarmsmök. Einkenni herpes eru sár á eða við kynfæri, upphaflega lítill blettur sem fylgir oft sviði eða kláði. Seinna koma litlar blöðrur sem springa svo eftir um það bil 2 daga. Sárin sem myndast valda oftast sárum verkjum og sviða. Það tekur sárin í kringum 3 vikur að gróa en sárin koma fram þrisvar til fjórum sinnum á ári eftir smit hjá lang flestum en verða einkennin alltaf vægari og vægari og hverfa yfirleitt eftir 10-15 ár. Við herpes er enn ekki til nein lækning, þó er hægt að halda óþægindunum í skefjum með deyfandi kremum og lyfjum. Smokkurinn er eina getnaðarvörnin sem kemur í veg fyrir smit á kysjúkdómum og þar á meðal herpes.

Lekandi

breyta

Lekandi er bakteríusýking sem smitast með snertingu slímhúða í kynfærum, endaþarmi, augum og koki. Hjá báðum kynjum veldur lekandi bólgum í slímhúðum og getur því verið erfitt er að pissa. Einkennin koma samt ekki í ljós hjá öllum því aðeins um helmingur kvenna og fimmtungur karla fá einkenni og þau koma í ljós um 3-5 dögum eftir smit. Ef sýkingin fær að grassera lengi getur bólgan borist í eggjaleiðara hjá konum en í eistun hjá körlum og getur hún þá leitt til ófrjósemi hjá báðum kynjum. Við þessari sýkingu er yfirleitt gefnar penísillíntöflur eða önnur sýklalyf.

Lifrabólga B

breyta

Sjúkdómurinn lifrabólga B orsakast af lifrabólgu b veirunni. Þessi veira getur truflað og eyðilagt starfssemi í lifrinni og þannig valdið gulu. Lifrabólga B er mest útbreydd í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku og er stór hluti íbúanna þar smitaður. Í vesturlöndunum er lítið um þennann sjúkdóm. þar kemur hann helst fram hjá þeim sem eru í áhættuhópi, sem eru: Fólk með mismunandi rekkjunauta, dópistar eða sprautufíklar, smitberara sem búa saman, börn smitaðra mæðra, heilbrigðisstarfsmenn og nýrnasjúklingar í blóðskilun. Helst er hætta á að sjúkdómurinn smitist við samfarir, sprautunálar, blóðblöndun eða að sýkt móðir smiti barn sitt við fæðingu. Einkenni eru lystarleysi, ógleði, óvirkni í efri hluta kviðar og gula - þvagið dökknar og húð og augu gulna. Lifrabólga er greind með blóðprufu sem sent er í rannsókn. Ekki líður langur tími þangað til að komið er úr blóðprufunni. Það er ekki oft sem þarf að nota meðferðir. Stundum er bara nóg að bíða þangað til að veiran fer og gulan hverfur. Það tekur vikur til mánuði. Ef það dugar ekki og ástandið fer versnandi er sá sýkti látinn fara í milda lyfjameðferð.

Kynfæravörtur

breyta

Kynfæravörtur orsakast af Human Papilloma Virus – HPV veirunni og er kynsjúkdómur sem smitast aðallega af snertingu slímhúða við samfarir. Einkennin eru ljósbleikar eða húðlitaðar vörtur á og við kynfærin og endaþarmsop. Yfirborð vartnanna er venjulega flipótt og vaxa þær í klösum sem geta orðið nokkuð stórir. Einnig geta þær bara verið sléttar og þá er frekar erfitt að koma auga á þær. Einnig geta myndast húðlitar hrufur eða bólgur og e.t.v. getur einnig fylgt því kláði. Erfiðara getur verið að uppgvöta vörtur kvenmanna ef að þær eru inn í leggöngum eða leghálsi. Venjulegast er að 1-3 mánuðir líði eftir smit þar til vörtur fara að myndast, þó geta liðið allt að 12 mánuðir. Algengasta meðferðin er að pensla podophyllíni á þær eða brenna, frysta eða jafnvel nota á þær leysigeisla. Vakni grunur um smit skal strax leita læknis.

Klamydía

breyta

Klamydía er bakteríusýking í slímhúð, og því getur hún komið bæði í kynfæri og augu. Allir eiga á hættu að fá klamydíu en hún er lang algengust hjá 14-25 ára einstaklingum. Klamydía smitast í samförum og ef annar aðilinn er með hana, þá eru 60-70% líkur á að hinn aðilinn smitist. Klamydíu er ekki auðvelt að greina, þar sem meira en 50% smitaðara fá væg eða engin einkenni og geta verið með sýkinguna í mánuði eða jafnvel ár án þess að vita af því. Þar af leiðandi er mikilvægt að fara til kynsjúkdómalæknis í kynsjúkdómaprófun með reglulegu millibili. Hjá karlmönnum birtast einkenni sem útferð úr þvagrásinni, oft hvítur eða gulleitur slímkenndur vökvi,og sviði og kláði í þvagrásinni við eða eftir þvaglát. Einkenni kvenna eru mjög svipuð, aukin útferð, sviði við og eftir þvaglát, óreglulegar blæðingar og kviðverkir. Einkenni koma oftast upp 1-3 vikum eftir samfarir og birtast þá í flestum tilvikum aðeins í nokkra daga og svo hvefa þau, en þá er sýkingin samt ennþá til staðar. Klamydía er meðhöndluð með ákveðnum sýklalyfjum í töfluformi. Þau lyf sem oftast eru notuð nú á dögum þarf aðeins að taka í einum skammti eða einu sinni á dag í viku og þá á sýkingin að vera horfin. Klamydía er því auðmeðhöndluð en þó ekki þess virði til að taka áhættuna á að fá hana. Eina vörnin fyrir klamydíu er smokkurinn.

Sárasótt

breyta

Sárasótt er kynsjúkdómur sem gengur einnig undir heitinu sýfilis (e. syphilis). Það er bakterían Treponema pallidum sem veldur þessum sjúkdómi. Sárasótt er ekki algeng hér á Íslandi en það greinast þó einhver tilfelli á hverju ári. Sjúkdómurinn er algengari í sumum Asíulöndum, sumstaðar í Afríku, Suður-Ameríku og jafnvel í Austur-Evrópu. Sárasótt smitast yfirleitt við samfarir, en getur einnig smitast við snertingu um aðrar slímhúðir, t.d. í munni og endaþarmi. Það eru til dæmi þess að hann smitist í gegnum húð, t.d. á fingrum. Einkenni eru þau að fyrstu 1-6 vikurnar eftir smit koma oft lítil (um 3-6 mm í þvermál) hörð, eymslalaus, vessandi sár, á þeim stað sem smit átti sér stað. Það getur verið vandasamt að koma auga á sárið (t.d. ef það er inni í leggöngum, við endaþarm eða inni í þvagrás). Sárin hverfa á 3-6 vikum, en það þýðir samt ekki að maður sé laus við sjúkdóminn. 1-3 mánuðum eftir smit getur sjúkdómurinn komið fram sem útbrot á húðinni, en því getur einnig fylgt hiti, flökurleiki, þreyta, liðverkir og hárlos. Þessi einkenni geta horfið án meðferðar. Þó öll einkenni sjúkdómsins hverfi er hann enn til staðar og ætti því að leyta til læknis tafarlaust, því að sjúkdómurinn getur komið fram seinna (upp undir 20 árum seinna) sem hjartabilun, lömun og geðveiki, og getur leitt sjúklinginn til dauða. Sjúkdómurinn er greindur með blóðprufu og er vel læknanlegur með sýklalyfjum ef gripið er til aðgerða nógu fljótt. Sárasótt er læknuð með pensillíni sem er yfirleitt gefið í um 10-17 daga.

Flatlús

breyta

Flatlús er lús og hún lifir á mönnum. Hún er 2-3 mm að stærð og hægt er að sjá hana með berum augum. Lúsin líkist krabba að lögun og er frekar flöt. Helsti staður líkamans sem hún sest á eru kynfærahár en hún getur sest annarsstaðar á líkamann ef þar er hárvöxtur. Til dæmis í handakrika og á bringu. Helstu smitleiðir eru við nána snertingu eins og við kynmök. Ef manneskja greinist með flatlús þarf alltaf að athuga hvort sjúklingur sé með aðra kynsjúkdóma, bæði hjá viðkomandi og rekkjunaut. Einnig getur flatlús smitast með fötum og rúmfötum ef þau eru ekki þvegin nægilega vel. Þegar lúsin bítur og sígur blóð finnur viðkomandi fyrir kláða vegna ertingar í húðinni. Helst þarf læknir að skoða viðkomandi til þess að hægt sé að greina sjúkdóminn. Þegar það er gert tekur læknirinn einnig sýni til þess að prufa eftir öðrum kynsjúkdómum. Til þess að losna við lúsina þarf að bera áburð á öll loðin svæði líkamans (nema höfuð) og þvo úr eftir 12 klukkustundir. Stundum er meðferðin endurtekin eftir viku.

HIV alnæmi

breyta

HIV alnæmi er veira sem ræðst inn í hvít blóðkorn og getur leynst þar án þess að valda sjúkdómeinkennum. Venjulega myndar líkaminn mótefni gegn veirum en það er öðruvisi með HIV vegna þess að líkaminn getur ekki ráðið niðurlögum hennar og veiran skemmir ónæmiskerfi líkamans. HIV getur smitast á þrjá vegu : við samfarir, blóðblöndun, t.d. ef fólk nota söma sprautur og nálar eða ef sýkt blóð kemst í opin sár, og einnig getur veiran borist frá móður til fósturs. Algengast er þó að smit verði við samfarir. Þeir sem smitast eru einkennalausir í byrjun. Fyrstu einkenni líkjast eitlabólgum, hálssærindum og flensu og jafnvel heilahimnubólgu. Á síðari stigum getur einstaklingur fengið lungnarbólgur, sýkingar í miðtaugakerfi, lystarleysi, megrast og fl. Það er ekki hægt að lækna þennan sjúkdóm. Það er til lyf til að halda veirunni í skefjum en það er mjög dýrt.

GETNAÐARVARNIR

breyta

Ófrjósemisaðgerð kvenna

breyta

ófrjósemisaðgerð felst að eggjaleiðararnir eru teknir í sundur eða lokað er fyrir þá. Aðgerðin er gerð í svæfingu, oftast með speglunartækjum. Gerð eru tvö göt á kvið, annað við nafla en hitt neðar og til hliðar. Kviðarholið er síðan fyllt af lofti, til að auðvelda aðgerðina. Í lok aðgerðar er loftinu hleypt út aftur og götin saumuð saman. Aðgerðin er gerð til að fá varanlega getnaðarvörn. Fyrir aðgerðina þarf að fasta frá miðnætti daginn áður, en það má drekka vatn allt að 6 klst. fyrir aðgerðina. Eftir aðgerðina vaknar konan fljótlega á vöknunar-herbergi og fylgst er með hjartslætti og blóðþrýstingi í 1-2 klst. Á meðan er hún með næringu í æð þangað til að hún er farinn að drekka. Ekkert er gert við eggjastokkana og því heldur áfram að verða egglos og blæðingar eftir sem áður.

Ný aðferð

breyta

Einnig er ný leið fyrir konur til að verða ófrjóar en Þessi aðferð sker sig úr á þann hátt að það þarf ekki svæfingu og það þarf ekki að leggjast inn á spítala til að framkvæma aðgerðina. Aðgerðin gengur út á það að sett er myndavél í gegnum leggöngin og leghálsinn inn í legið og þar er settur inn í eggjaleiðarann lítill málmgormur sem síðan situr fastur. Inni í gorminum er lítill bútur úr efni sem heitir dakron og örvar örvefjamyndun og það er sá örvefur sem lokar eggjaleiðaranum innan frá. Það tekur um þrjá mánuði fyrir örvefinn að fullgera sig og eftir þann tíma er hann örugg getnaðarvörn.

Ófrjósemisaðgerðir karla

breyta

Áður en farið er í ófrjósemisaðgerð þarf að vera fastandi frá miðnætti kvöldið áður. Það er líka betra ef farið er í sturtu um morguninn heima hjá sér og farið í hrein föt. Ekki má reykja fyrir aðgerð. Einnig er sniðugt að tæma þvagblöðruna áður en í aðgerðina er farið. Fyrir aðgerð er viðkomandi staðdeyfður eða svæfður sem ætti að taka um það bil 30 mín. Tveir skurðir eru gerðir í pung hægra og vinstra megin og sæðisleiðararnir eru teknir í sundur. Tilgangurinn með þessu er varanleg getnaðarvörn og þarf því að vera búinn að hugsa sig vel um áður en í aðgerð er farið. Eftir aðgerðina fer viðkomandi á vökunarherbergi við skurðstofu, þaðan inn á dagstofu þar sem hann jafnar sig. Þar fær hann næring í æð þar til hann getur drukkið og borðað aftur. Hægt er að fara heim samdægurs en ekki á að aka bíl innan við sólahring eftir aðgerð. Gott er að bíða með kynlíf í nokkra daga eftir aðgerð en aðgerðin hefur engin áhrif á það. Notast á við getnaðarvarnir í 3 mánuði og að þeim tíma loknum skal fara í skoðun og taka sæðisprufu. Saumtaka er 10 dögum eftir aðgerð.

Smokkurinn

breyta

Smokkurinn er mjög góð getnaðarvörn og er um 98% öruggur sé hann notaður rétt. Hægt er að nálgast smokkinn í nær öllum matvöruverslunum, bensínstöðvum, apótekum og sjoppum. Það góða við smokkinn er það að hann veitir vörn gegn öllum kynsjúkdómum en það gerir t.d. pillan ekki. Kvensmokkurinn virkar þannig að honum er komið fyrir í leggöngum konunnar og kemur í veg fyrir að sæði fari inn í leggöngin. Þetta er örugg getnaðarvörn og kemur í veg fyrir getnað og kynsjúkdóma. Það sem er hinsvegar galli við kvensmokkinn er að það þarf að passa að limurinn renni inn í smokkinn en ekki meðfram honum og smokkurinn getur einnig runnið út. Mikilvægt er að kíkja á dagsetningar á smokkum áður þeir eru notaðir. Hægt er að fá margar gerðir af smokkum, einnig latexfría smokka fyrir þá sem eru með ofnæmi fyrir því.

Getnaðarvarnarpillan

breyta

Almennt um pilluna

breyta

Pillan er ein útbreiddasta getnaðarvörn í heiminum. Pillan er getnaðarvörn sem maður tekur inn í töfluformi á hverjum degi og má ekki gleymast.

Hvernig verkar pillan?

breyta

Í nútíma p-pillum er eins lítið magn hormóna og unnt er að komast af með og kallast þær lágskammtapillur. Í öllum p-pillum, eru tvenns konar kvenhormón. Etínýlestradíól kemur í stað estrógens og svokallað gestagen kemur í stað prógesteróns. Allar p-pillur innihalda etínýlestradíól, en í örlítið mismunandi magni.

Hversu örugg er pillan?

breyta

Sé hún tekin samkvæmt leiðbeiningum er hún nær 100% örugg. Þannig er augljóst að p-pillan er ein öruggasta getnaðarvörnin. Sambærilegt öryggi næst einungismeð ófrjósemisaðgerðum, en þær eru yfirleitt óafturkræfar. Hún er örugg frá 1. degi sé hún tekin rétt! Það er einnig fullt öryggi í 7 daga pilluhléunum. Þegar p-pillan er tekin á réttan hátt, er ekki nema þrennt sem getur valdið því að getnaður eigi sér samt sem áður stað: • Uppköst eða mikill niðurgangur innan 3-4 klukkustunda frá p-pillutöku. Í báðum tilvikum er ráðlegt að taka eina p-pillu til viðbótar. • Til eru nokkur lyf og náttúrulyf sem geta haft áhrif á öryggi p-pillunnar, séu þau tekin reglubundið. Af lyfjum má nefna rífampícin til meðferðar á sýkingum, flogaveikilyf úr hýdantóínafbrigðum, svefnlyf af barbítúratflokki, auk nokkurra sýklalyfja, t.d. ampicillíns. Venjulega gefur læknirinn upplýsingar um áhrif þessara lyfja með tilliti til notkunar p-pillunnar. Spurðu lækninn ef þú þarft að nota önnur lyf. • Eða ef gleymist að taka pilluna

Kostir pillunnar?

breyta

P-pillan er getnaðarvörn en hefur einnig ýmis önnur jákvæð áhrif en bara að vera getnaðarvörn. Hún dregur t.d. oft úr tíðaverkjum. Óreglulegar tíðir verða reglulegar og blæðingar minni, en það hefur m.a. í för með sér að minna tapast af blóði og járni. Auk þess fækkar góðkynja hnútum í brjóstum og sýkingar í legi verða færri en hjá konum sem ekki nota p-pilluna. Einnig virðist tilvikum krabbameins í legi og eggjastokkum fækka.

Hormónalykkjan

breyta

Hormónaykkjan er getnaðarvörn sem hefur margvísileg áhrif. Til eru nokkrar gerðir af lykkjunni en þær virka þó ekki allar eins. Allar lykkjur auka samt sem áður hreyfingar í eggjaleiðurum sem hefur það í för með sér að eggið ferðast mun hraðar niður eftir þeim og nær því ekki að þroskast nóg til að það geti frjóvgast. Einnig virka þær allar þannig að þær valda eins konar bólgubreytingum í legslímhúð og hindra þannig að frjóvgað egg geti fest og búið um sig í slímhúðinni. Hórmónalykkjan inniheldur gestagen sem er hormón með sams konar verkun og kynhormónið progesterone og það minnkar líkur á egglosi og myndar í staðin eins konar slímtappa í leghálsi sem hindrar að sæðisfrumurnar komist upp í legið og getur þannig hindrað getnað. Allar lykkjur geta valdið einhverskonar aukaverkunum sem er annaðhvort verkir eða óþægindi frá legi. Hormónalykkjan gefur frá sér hormón í mjög litlu magni svo þau hafa einungis staðbundin áhrif og hafa þessar lykkjur því ekki meiri aukaverkanir en aðrar gerðir lykkja. Öryggi lykkjunnar er um 96-99% en er þó samt aðeins minna eftir fyrstu ísetningu. Lykkjan er aðallega fyrir konur sem hafa orðið þungaðar áður og er hún sett upp í legið af lækni. Lykkjan getur verið í leginu í um 4-5 ár og eina viðhaldið sem þarf að sinna er að fara reglulega í kvenskoðun.

Koparlykkjan

breyta

Koparlykkjan er hlutur úr plasti og kopar sem komið er fyrir í legi konu til að koma í veg fyrir getnað. Hún kemur að mestu leyti í veg fyrir að egg frjóvgist og hún breytir líka slímhúðinni í leginu þannig að eggið nær ekki að festast þar til að þroskast, ef svo fer að það frjóvgast. Lykkjunni er komið fyrir í leginu af lækni og ef hún er rétt staðsett getur hún verið 99% örugg. Hægt er að hafa hana í nokkur ár, svolítið misjafnt eftir tegundum, en ef konan sem er með hana vill eignast barn er hægt að taka hana úr hvenær sem er og áhrif hennar hverfa strax. Engin hormón eða efni sem hafa áhrif á allan líkamann eru í henni. Ekki er ráðlagt fyrir konur sem hafa ekki átt börn að láta setja í sig lykkjuna, samt alveg hægt, en hún getur verið heppileg fyrir konur sem hafa átt börn fyrir. Helstu aukaverkanir með koparlykkjunni eru auknar og verri blæðingar. Einnig eykur hún sýkingarhættu í legi og eggjaleiðara. Við blæðingar getur koparlykkjan færst úr stað en þá getur hún hætt að gera sitt gagn. Sú sem er með hana verður þá að athuga hvort hún er ekki örugglega á réttum stað. Ef kona með lykkjuna verður þunguð á annað borð eru auknar líkur á utanlegsfóstri.

Hormónastafurinn

breyta

Hormónastafurinn er ný langtímagetnaðarvörn. Hormónastafurinn er 2 mm í þvermál og 4 cm langur. Hann innihledur lyfið estónógestrel sem dugar til að koma í veg fyrir getnað í þrjú ár. Honum er komið fyrir undir húðinni innan á upphandlegg konunnar (virkar bara á konur). Nauðsynlegt er að læknir viti af honum áður en hann framvísar öðrum lyfjum þar sem þau geta haft áhrif á virkni hans. Hormónastafurinn er mjög örugg getnaðarvörn og ekki hafa konur enn orðið þungaðar með hormónastafinn svo vitað sé. Hann sendir stöðugt frá sér hormón sem koma í veg fyrir mánaðarlegt egglos. Einnig kemur hann í veg fyrir að sæðisfrumur berist inn í legið. Eftir að hormónastafurinn er fjarlægður fara hormónin sem hann sendi frá sér eftir nokkra daga og þá fær konan sömu eiginleika til að eignast barn og hún hafði áður hún fékk stafinn.

Getnaðarvatnasprautan

breyta

Getnaðarvatnasprautan er eins og nafnið bendir til getnaðarvarnarlyf, sem gefið er með sprautu í vöðva. Talað er um að þessi tegund getnaðarvarna veiti 99% öryggi gegn þungun.Helstu kostir eru þeir, að ein innspýting í vöðva gefur getnaðarvörn í allt að þrjá mánuði í einu. Aukaáhrif vegna lyfsins eru væg og hverfa að öllu jöfnu á fáum vikum. Þetta er mjög árangursrík og þægileg aðferð. Minni líkur eru á sýkingu í kynfærum og á utanlegsfóstri, þar sem egglos hættir oftast. Blæðingar minnka og hægt er að nota þessa getnaðarvörn, þó konan sé með barn á brjósti. Helstu gallar eru að blæðingar geta orðið nokkuð óreglulegar meðan virkni sprautunnar er í líkamanum og standa oft lengi yfir, þó lítið blæði. Tíðablæðingar hætta alveg eftir 2-3 hormónasprautur hjá 30% kvenna og líta margar konur á það sem þægindi. Þessi tegund getnaðarvarna er óafturkræf í 2-3 mánuði. Konur geta þyngst við notkun þessarar tegundar getnaðarvarnar og aukin tilfelli eru af bólum í andliti. Þegar viðkomandi kona hættir síðan að nota þessa tegund getnaðarvarna, getur liðið allt að því eitt ár, þar til blæðingar verða aftur alveg reglulegar og frjósemi verður söm og áður. Þessi aðferð til getnaðarvarna er yfirleitt aðeins ráðlögð konum, sem ekki geta notað aðrar getnaðrvarnir, eins og til dæmis pillu eða lykkju. Lyfið þarf að fá hjá lækni og þarf viðkomandi kona annaðhvort að fá lækninn eða hjúkrunarfræðing til þess að gefa sér sprautuna á tveggja til þriggja mánaða fresti, til þess að hún veiti fullkomna vörn gegn getnaði.

Náttúrulegar aðferðir

breyta

Náttúrulegar aðferðir eru að nota sjaldan getnaðarvarnir heldur fylgjast með hvenær konan er frjósöm t.d. með hitamælingum, dagatalsaðferðinni og breytingum á slími í leggöngum. Öryggi er um 98% ef allar aðferðir eru notaðar. Kostir eru m.a. að þetta hefur engin aukaáhrif á líkamann og að kynlíf getur reynst ánægjulegra þar sem að á sumum tímabilum þarf ekki að nota getnaðarvarnir. Gallar eru m.a. að þetta krefst gríðarlegrar nákvæmni í að skrá niður tíðablæðingar, hitamælingar og breytingar á slímmyndun. Einnig gæti fólk viljað hafa samfarir á frjósömum tímum líka og þar oft mikla staðfestu til að stilla sig.

Hettan

breyta

Hettan er getnaðarvörn fyrir kvenmenn. Hún er 94% örugg sé hún notuð með sæðisdrepandi kremi. Hún er virk og skaðlaus getnaðarvörn. Hún á að endast manni í mörg ár ef vel er farið með hana. Hettan hefur fallið í skuggann af öðrum getnaðarvörnum og fáar konur nota hana. Hettan getur verið hentug lausn fyrir konu sem sefur bara stöku sinnum hjá sé hún rétt notuð. Hettan er lík barðalausum hatti. Hún er fyrirferðalítil og kemst fyrir í veski eða vasa. Það er auðvelt að koma henni upp í leggöngin og finnst ekki fyrir henni við samfarir. Það má koma henni fyrir nokkrum klukkustundum fyrir samfarir. Ókostir hennar eru að gúmmíið í henni getur valdið ertingu, möguleiki er á þvagfærasýkingu af hennar völdum og hún getur færst úr stað.

Hormónahringurinn

breyta

Er getnaðarvörn í plasthring sem er settur upp í legggöng og er hafður þar í þrjár vikur samfleytt. Þá er gert viku hlé og nýr hringur settur upp. Mesta öryggið er yfir 99% Hringurinn innheldur bæði östrógen og prógestron og skammturinn sem losnar frá honum daglega er um 1/3 af því sem er í pilluni. Hringurinn verkar eins og pillan, þ.e.a.s kemur í veg fyrir egglos. Einning verður slím í leghálsi þykkara og legslímhúð breytist, sem gerir frjógvun og þungun ólíklegri. Kostir hormónahringsins er að hann er örugg getnaðarvörn hefur litlar aukaverkir og auðvelt er að koma honum fyrir. Ókostir hans er að konan getur fundið fyrir ógleði og brjóstspennu.

HEIMILDIR

breyta

www.doktor.is, www.astradur.is, www.ordlaus.is, visindavefurinn.is, www.landlaeknir.is, www.akarlsson.is, www.sha.is, www.hss.is/resources/Files/253_Ofrjosemisad_karla.doc, http://www.bakpokinn.com/lifrarbolga.html, www.hiv.is www.feminn.is