Upplýsingatækni/Að nota tinkercad.com

Hvað er tinkercad? breyta

Tinkercad er frítt þrívíddar myndvinnsluforrit sem aðgengilegt er á netinu. Verkefni sem unnin eru í tinkercad er hægt að vista og opna með öðrum forritum, má þar nefna minecraft og 3d prentara.

Aðgangur og Innskráning? breyta

Auðvelt er að stofna aðgang. Nóg er að smella á "join now" setja inn netfang og velja fæðingardag.
Eftir það er óskað eftir staðfestingu á netfangi og hvaða lykilorð á að nota.
Þegar þrýst er á "Done" þá er aðgangur búinn til og notandi er flutt/ur inn á vinnusvæði síðunnar.


Vinnusvæðið og helstu skipanir breyta

Vinnusvæðið skiptist í 3 megin hluti.

  • Stillingar fyrir myndavél
    • Tengingurinn hreyfir myndavél, plús og mínus Zoomar inn og út. Hægt er að ná fram sömu virkni með því að halda inni hægri músartakka og hreyfa músina til eða nota scroll takkan á músinni til að zooma- inn og út.
  • Vinnusvæði
    • Blái fleturinn er byrjunareining og eru allar hæðir reiknaðar út frá honum.
    • Hægt er að draga hlut inn á vinnusvæðið frá hægri. Þegar smelt er á hlutinn birtast örvar sem nota má til að stjórna stærð, hæð og lögun á viðkomandi hlut
    • Hægt er að búa til mjög flókna lögun og mjög ítarleg model með því að sameina hluti og laga til lögun þeirra.
  • Hlutir og reglustrikur
    • Auðvelt er að breyta lit og lögun á grunneiningu ásamt því að hlaða niður nýjum.
    • Í Export er hægt að hlaða niður því verkefni sem búið var til og gera það tilbúið fyrir t.d. þvívíddarprentun.

Samfélag breyta

Í kringum tinkercad er nokkuð gott samfélag þar sem einstaklingar gera öðrum kleift af niðurhala modelum sem nú þegar hafa verið fullgerð. Búið er að gera kennslumyndbönd sem ná allt frá fyrstuskrefum yfir í flóknari verkefni og má nálgast þau hér