Upplýsingatækni/Að nota Gmail.com

Leiðbeiningar - www.gmail.com


www.gmail.com er tölvupóstsforrit frá Google. Aðgangur að þessu forriti er gjaldfrjáls og geta því allir nýtt sér þann möguleiki að fá sér tölvupóstfang.


Hvað skal gera:

  • Fara inn á www.gmail.com
  • Velja nýr reikningur, account
  • Velja netfang, username, til að nota, en hafa skal í huga að öll netföng enda á gmail.com.
  • Velja lykilorð, password
  • Ef valið er „stay signed in“ þá þarftu ekki að slá inn notendanafn og lykilorð þegar þú verð inn á póstinn þinn. En hafa skal þá í huga að ef einhver annar fer í tölvuna þín og fer inn á gmail.com þá fer hann beint inn á tölvupóstinn þinn.


Til að setja inn persónulegar upplýsingar:

  • Velja reikningur, my account
  • Hægt er að setja inn mynd
  • Breyta leyniorði
  • Setja inn persónulegar upplýsingar


Til að stilla:

Fara í hornið hægra megin og velja stillingar (settings). Þar velur þú þann máta sem þú vilt hafa á tölvupóstinum. Í Almennt velur þú tungumál, fjölda á hverri síðu og styttri leiðir. Undir Flokkum ákveður þú hvað þú vilt að sé sýnilegt og hvað ekki og býrð til nýja flokka. Undir Reikningur og innflutningur er t.d. hægt að láta senda sér póst frá öðru netfangi. Einnig er hægt að stilla síur, áframsendingu og POP/MAP, spjallið, úrklippur af vefnum, forgangspósthólf, tilraunir, ónettengt, þemu, breyta bakgrunni og buzz.


Póstur

Þegar smellt er á „Póstur“ koma upp tölvupóstar sem þú hefur fengið. Hér er hægt að skoða póst, eyða, og færa í flokka ásamt fleiri aðgerðum.


Tengiliðir

Hér er settir inn þeir tengiliðir sem þú vilt hafa, hægt er að setja inn myndir, heimilisfang, afmæli, vefslóð og punkta sem þú vilt hafa um viðkomandi. Gmailið geymir einnig alla tengiliði sem þú hefur fengið póst frá. Í tengiliðir er einnig hægt að búa til hópa, flokka tengiliði í hópa og fleiri aðgerðir.


Verkefnalisti

Hér er hægt að setja inn verkefni og raða eftir skiladegi, prenta verkefni út eða senda með tölvupósti.


Leitarmöguleikar

Hægt er að leita eftir nýjum sem gömlum tölvupóstum. Hægt er að leita eftir skeytum sem eru móttekin, sendum skeytum, sendanda, innihaldi, eftir orðum ofl.