Tölvunarfræði/Viðmótshönnun

Viðmóthönnun

breyta

Í Viðmótshönnun eru kennd grundvallaratriði hönnunar á þeim hluta tölvukerfisins sem snýr að notendum. Farið er ítarlega í greiningu á notendahópum og hvernig notendum og verkefnum þeirra er lýst með aðferðunum, persónur og atburðarrásir. Kennd er hönnun út frá verkefnum notenda á ýmsum stigum hugbúnaðargerðarinnar allt frá skissum að viðmóti gerðu í endanlegu forritunarumhverfi. Skoðuð eru áhersluatriði í framsetningu, bæði í gluggakerfum og á vef. Kenndar eru prófanir á viðmóti með áherslu á hversu auðvelt er fyrir notendur að leysa verkefni sín með tölvukerfinu. Lögð er áhersla á að nemendur þjálfist í notkun einnar aðferðar fyrir hvern fasa viðmótshönnunar og þekki fleiri aðferðir[1].

Balsamiq

breyta

Balsamiq er gott tól til að skissa upp skjámyndir. Áður en lagt er af stað í hugbúnaðargerð, er mikilvægt að byrja á því að búa til uppdrátt af því hvernig viðfangsefnið gæti hugsanlega litið út. Það getur verið tímafrekt að breyta útliti, hvort sem að þú ert að vinna að vef eða glugga forriti, og því gott að vera búinn að festa línurnar nokkurnevegin áður en hin eiginlega kóðun á sér stað.

Kostir/Gallar Balsamiq

breyta

Virkilega einfalt tól og þú getur búið þér til nokkrar skjámyndir á mjög stuttum tíma. Mjög öflugar flýtiaðgerðir sem að stytta tíman til muna við gerð skjámyndar. Til að mynda er boðið upp á útlit til að hanna fyrir farsíma einsog t.d. Iphone. Balsamiq virkar vel með dropbox og einfaldar því fólki til muna að vinna saman að því að hanna og gera skjámyndir í nær rauntíma sem einfaldar fyrir fólki að geta unnið saman að verkefninu t.d. í fjarnámi. [2]. Auðvelt er að vista skjámynd sem png að verki loknu.
Balsamiq hefur einn stóran galla fyrir skólafólk. Forritið er einungis frítt í 7 daga[3] og eftir það þarf að borga 79$[4] fyrir vöruna.

Mockingbird

breyta

Mockingbird er annað tól sem hægt er að notast við í viðmótshönnun. Forritið er í vafra og því þarf ekki að hlaða neinum skrám niður. Til að vista skjámyndir þarf nemandi að búa til aðgang og skrá sig inn. Þar inni getur hann deilt krækju með samnemendum sínum sem að hann er að vinna verkefnið með og geta þeir því unnið saman að verkefninu í rauntíma[5]. Einfalt er að vista skjámyndir sem pdf eða png.

Kostir/Gallar Mockingbird

breyta

Kostirnir eru þeir að kerfið er frítt upp að ákveðnu marki sem á að duga nemendum í faginu Einnig er kerfið einfalt í notkun og auðvelt að búa til hluti einsog siglingarit fyrir kerfi.
Ókostirnir eru að þetta kerfi bíður ekki upp á alla kostina í ókeypis útgáfunni einsog að vinna saman að hönnun vírrama eða skjámynda. Einnig er kerfið ekki sambærilegt Balsamiq varðandi framboð aðgerða og eiginleika við gerð skjámynda.

Heimildir

breyta
  1. Marta Lárusdóttir, HR 2010
  2. Balsamiq: Dropbox
  3. Balsamiq: Download
  4. Balsamiq: Buy
  5. Mockingbird

Tenglar

breyta