Tölvunarfræði/Strjál stærðfræði-II

Strjál stærðfræði-II Þetta námskeið er framhald af Strjálli stærðfræði I og aðalviðfangsefnið er áfram ýmis stærðfræði sem er undirstaða skilnings á grundvallaratriðum í tölvunarfræði. Fjallað er um nokkra efnisflokka og efnið jafnóðum tengt við hagnýt verkefni. Tekið er fyrir framhald af rökfræði, sönnun forrita og reiknirit fyrir net og tré. Einnig er fjallað um afköst reiknirita og í því sambandi um rakningarformúlur og flækjustigsflokka. Loks er tekin fyrir málfræði forritunarmála og stöðuvélar.

Ekki er mikið um tæki og tól í strjálli stærfræði hvorki í I eða II og oft vantaði eitthvað sem að gat hjálpað manni að útfæra eða skilja einföld atriði eins og til dæmis stöðuvélar. Ég rakst á mjög skemmtilegt forrit sem að gat hjálpað mér að útfæra stöðuvélar á einfaldan hátt Visual Automata Simulator er einfalt og þægilegt í notkunn. Það býr til og útfærir DFA og NFA vélar, það er með einfalt viðmót sem að hver sem er ætti að geta klórað sér framúr. Hægt er að setja forritið upp á allar helstu tegurnir stýrikerfa eins og Mac OS X, Linux, Windows.

Einnig vil ég benda á fyrir þann hluta sem að er farið í línulega algebru í námskeiðinu og í GaussJordan þá er þessi síða algerlega ómissandi til að stemma sig af.

WolframAlpha er algjerlega ómissandi fyrir alla þá sem eru í stærfræði námskeiðum. Þar eru mjög góðar og sýnilegar útskýringar á flestum gerðum dæmum, ein sem gera þarf er að slá inn í rammann hvað það er sem á að reikna og það birtist. Það þarf reyndar að passa innslátt ekki er hægt að slá ínn tákn eins og ef það þarf að taka rótina af tölu þarf að slá in root og svo sviga þetta er nánast eins og að færa inní reknivél.

Kostirnir við að hafa svona tól eru að það er auðvelt að stemma sig af og sjá hvort að maður er að gera rétt.
Ókostirnir eru aftur á mót þeir að ef að fólk er ekki að nota tólinn rétt og er ekki að gera dæmin fyrst heldur láta tólin reikna fyrir sig.


Tenglar

breyta

Visual Automata Simulator
GaussJordan
WolframAlpha