<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Inkscape er svokallað „vektorteikniforrit“.

Nýjasta útgáfan af Inkscape er 4.8

Inkscape vistar myndir á svg formi. Núna eru myndir á vefnum aðallega á gif, jpg eða png formi. Slíkar myndir verða óskýrari ef þær eru stækkaðar eða minnkaðar mikið og það er erfitt að breyta t.d. ef breyta á skýringartexta sem er inn á mynd. Vektorteikningar eins og myndir á svg formi eru alltaf jafnskýrar og það er auðvelt að breyta hluta af mynd t.d. breyta lit á einhverjum hlut í stærri mynd.

Það er því hægt að setja saman myndir úr einingum og sérstakt almenningssafn er á vefnum openclipart.org fyrir myndir á svg formi. Hér er dæmi um nokkrar svg myndir sem búnar hafa verið til í Inkscape. Taktu eftir að myndirnar eru jafnskýrar hvort sem þær eiga að birtast stórar eða litlar.

Dæmi um myndir sem teiknaðar eru í Inkscape


Inkscape verkfærabox breyta

 
Skjáskot úr Incskape

Hér er skjámynd úr Inkscape sem sýnir hvernig hægt er að stilla hve gegnsæir litir eru, hvernig hægt er að teikna form sem eru sameinuð eða sneidd í sundur, stjörnur, spírala, teikna boglínur og skrifa inn texta, láta texta fylgja boglínum o.fl.


Tenglar breyta

Nánar um Inkscape