„Hið illa auga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 30:
Í Grikklandi eru bænir þekktar sem vörn gegn hinu illa auga. Þá er farið með bænina þrisvar sinnum og krossmarkið gert þrisvar sinnum og loks spýtt út í loftið þrisvar sinnum. Á w:Indlandi, í [[w:Íran|Íran]],[[ w:Írak|Írak]], [[w:Afganistan|Afganistan]],[[ w:Pakistan|Pakistan]] og fleiri löndum er fjöldi leiða þekkar til að hrekja burt áhrif og mátt hins illa auga. T.d. er það þekkt á Indlandi að setja [[w:Kum Kum]] (búið til úr möluðu túrmerik kryddi og límónu) á kinnar nýgiftra hjóna og smábarna til varnar illu auga. Þar sem börn eru yfirleitt talin fullkomin eru þau sérstaklega talin í hættu fyrir hinu illa auga. Mæður setja því oft kolalit kring um auga barna sinna til að þau séu ekki eins falleg og ella, þá eru þau ekki í eins mikilli hættu. Í [[w:Bangladesh|Bangladesh]] er oft settur svartur blettur á enni barna í sama tilgangi.
 
Í [[w:Mexikó]] og [[w:Mið-Ameríku]] eru smábörn einnig talin í mikilli hættu fyrir hinu illa auga (mal del ojo) og eru því oft með armbönd með auga málað á sem verndargrip. Önnur vörn er að leyfa þeim sem dáðst að börnunum að koma við þau til að koma í veg fyrir öfund. Í Mexikó eru hrá hænuegg einnig notuð til varnar. Þá eru hráu eggi snúið yfir þeim sem er talinn hafa orðið fyrir illu auga. Síðan er eggið brotið í glas og skoðað. Form gulunnar er talin upplýsa hvort sá sem sendi illa augað var maður eða kona. Hjá fólki í suðvestur Bandaríkjunum af suð- og mið Amerískum uppruna er það einnig þekkt að færa egg yfir sjúkling og brjóta það síðan í skál með vatni. [[w:Krossmark]] er síðan gert yfir það með stráum eða öðru og sett undir höfuð sjúklings meðan hann sefur, eða þá gert krossmark yfir höfði sjúklings með skálinni. Síðan er form eggsins skoðað að morgni til að fá niðurstöður.
 
Alhliða vörn gegn lofi er[[ w:munnvatn]] eða [[w:hráki]]. Að væta augað með munnvatni hefur verið notað í [[w:Skotlandi]]. Aðrar góðar varnir hafa verið að háð og að gera lítið úr gjörvileika. [[w:Hvítlaukur]] og að nefna hvítlauk hefur einnig virkað fyrir utan alls kyns skartgripi og verndargripi sem fólk hefur á sér til að draga athyglina frá sjálfu sér.