„Hið illa auga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 17:
== Trúin á "hið illa auga" á Íslandi ==
 
í Eyrbyggja sögu kemur fyrir trúin á illt auga. Geirríður Þórólfsdóttir, húsfreyja í Mávahlíð kemur að Holti til Kötlu. "Geirríðr varp af sér skikkjunni ok gekk at Kötlu og tók selbelg, er hon hafði haft með sér, og færði hann á höfuð Kötlu; síðan bundu förunautar þeira at fyrir neðan.(Eyrbyggja k. 20) En þegar eitthvað er dregið yfir höfuð illþýðis er það vegna óttans við illt augnaráð og álög. Þetta kemur líka fram í [[w:Laxdæla|Laxdæla]] sögu þegar ambátt tælir Stíganda útilegumann til að leggja höfuð sitt í kjöltu hennar og svæfir hann þar. Ólafur og fleiri koma þar að og bregða belg um höfuð hans. Stígandi vaknar við þetta en það vill svo til að það er gat á belgnum og sá hann út um gatið á fagra hlíð, en eftir að hann leit þangað gegnum gatið bar svo við að það var sem hvirfilbylur færi þar yfir og óx þar aldrei gras eftir þetta.(Laxdæla k. 38)
Laxdæla er rituð á árunum 1230-1260 og Eyrbyggja á árunum milli 1230-1250. Í dag er kannski ekki hægt að segja að trúin á illt auga sé sterk á Íslandi en samt er oft talað um að "gefa einhverjum eða senda einhverjum illt augnaráð" og þykir ekki gott. Engir verndargripir eða hindranir eru samt notaðir í dag á Íslandi til að varna illu augnaráði.