„Hið illa auga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 35:
== Lof og last ==
 
[[Mynd:Narcissus_1.jpeg |left|170165 px]] Eins og áður sagði eru ungabörn talin í mestri hættu fyrir hinu illa auga. Það er t.d. þekkt hjá Osmanli fólkinu í Tyrklandi að láta ungabörn alveg afskipalaus en ef einhver lítur í áttina að barninu þá lætur sá yfirleitt fylgja einhver ljót orð um barnið t.d. skítugi, ljóti óþekktaranginn þinn og til öryggis er betra að spíta líka á barnið. Það þekktist svo nýlega sem á síðustu öld að mæður í Skotlandi reyndu að halda börnum sínum frá lofi annara. Til varnar ef barnið varð fyrir lofi var því stungið þrisvr gegnum pilsið sem móðirin klæddist þegar hún fæddi barnið. Fullorðnir hafa einnig hræðst lof í eigin garð og einnig hefur það verið talið hættulegt að lofa sjálfan sig of. Narcissus varð svo hrifinn að spegilmynd sinni í polli og veslaðist upp og dó. Að sýna ást og umhyggju, sérstaklega barni, gat þýtt aðdáun og gat verið banvænt vegna þess að það gat valdið afprýðisemi hjá guði.
 
Fólk gat einnig skaðað húsdýr sín og búpening eins og sjálft sig með of miklu lofi. Munnvatn var talin besta leiðin til varnar í Skotlandi, Íralndi og fleiri stöðum, dýrum sem urðu fyrir of miklu lofi. Það var þekkt að bleyta fingur með munnvatni og bera í auga sér eða hreinlega spýta á dýrin. Að falast eftir að kaupa dýr sem ekki var til sölu varð örugglega til þessa að dýrið mundi deyja.