„Hið illa auga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 10:
== Útbreiðsla trúar á "hið illa auga" ==
 
[[Mynd:Flugvél_með_evil_eye-vörn.jpeg |left|120100 px|]]Trúin á hið illa auga er mjög útbreidd en alls ekki almenn alls staðar í heiminum. Samkvæmt henni getur einstaklingur með augntilliti eða lofi gert það að verkum að sá sem fyrir verður veikist, deyr eða eitthvað slæmt hendir eitthvað í hans eigu t.d. húsdýr drepast. Þessi hugmynd um að illilegt augntillit geti skaðað manneskju eða eigur hennar er mjög gömul. Á þessa trú er minnst í biblíunni og textum frá Súmerum sem gerir hana minnst fimmþúsund ára gamla. Þessi trú hefur verið útbreidd allt frá Indlandi til Írlands og algeng meðal indó-evrópskra þjóða fyrr og nú. Það er einmitt þessi útbreiðsla sem þykir sýna hversu gömul þessi þjóðtrú er. Innflytjendur til nýja heimsins frá löndunum í kring um Miðjarðarhafið fluttu síðan trúna með sér yfir hafið og er hún enn í blóma meðal afkomenda þeirra þar. Trúin á hið illa auga er samt sterkust í miðausturlöndum, mið og suður Asíu og Evrópu sérstaklega Miðjarðarhafssvæðinu.
Alls kyns skartgripir og glingur eru sérstaklega algengir í Tyrklandi til varnar hinu illa auga. Litríkar perlur, armbönd, hálsfestir og ökklabönd eru framleidd til varnar hinu hilla auga. Og það er algengt að sjá allt fá smábörnum, hestum, inngöngum, farsímum pg jafnvel flugvélum skreyttum táknum til varnar hinu illa auga.