„Vefleiðangrar/Snjóflóð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dagnbirn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Dagnbirn (spjall | framlög)
Lína 1:
== Kynning ==
Íslendingar hafa oft þurft að takast á við óblíð náttúruöfl og hættulegar afleiðingar þeirra. Á árunum 1901-2001 fórust 166 manns á Íslandi í [[w:snjóflóð|snjóflóðum]]. Slysum af völdum snjóflóða utan byggðar hefur farið fjölgandi á síðustu árum vegna aukinna ferða um óbyggðir. Grundvallaratriði í viðbúnaði við náttúruvá er þekking á hættunni sem við er að eiga. Þið, nemendur, eigið að setja ykkur í spor starfsmanna á auglýsingastofu sem hafa fengið það hlutverk að hanna kynningarbækling og veggspjald til upplýsingar á ýmsu sem tengist snjóflóðum. Miklar væntingar eru gerðar til vinnu ykkar og umfjöllunin á vera ykkur til sóma.
[[Mynd:Vinter_i_danmark.jpg|150px|thumb|Oft er snjórinn skemmtilegur, en ekki alltaf!]]
 
 
== Verkefni ==
 
Verkefni ykkar felst í að fjalla um snjóflóð, sögu þeirra, orsakir þeirra, mismunandi gerðir þeirra, helstu staði þar sem þau falla, afleiðingar þeirra og varnir gegn þeim. Þetta gerið þið á tvennan hátt:
 
# Með því að gera veggspjald þar sem upplýsingar eru um hvar snjóflóð falla helst á Íslandi,við hvaða veðurskilyrði þau falla, til hvaða ráða á að grípa þegar snjóflóðahætta er í byggð, hvernig haga á ferðum í fjalllendi til að forðast snjóflóð og hvað á að gera ef lent er í snjóflóði eða ef einhver sést lenda í snjóflóði. Einnig á að gera stutt yfirlit yfir sögu snjóflóða á Íslandi og til hvaða varna er hægt að grípa til við að verja byggð fyrir snjóflóðum.
#Með því að gera kynningarbækling fyrir almenning um snjóflóð og hættuna sem stafar af þeim. Hér reynir á ykkur að velja hvaða upplýsinga er þörf í þessu sambandi.