„Fæðingarþunglyndi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Svavsigu (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 10:
Þunglyndi í kjölfar fæðingar má skipta í þrjá flokka sem tengjast innbyrðis og geta mögulega herjað á konur samtímis eða í kjölfar hvers annars: sængurkvennagrát, fæðingarþunglyndi og fæðingarsturlun.
 
[[Mynd:Tears_%28Ben_Heine%29.jpg|200 px]]
== Sængurkvennagrátur ==
Sængurkvennagrátur er algengasta og vægasta tegund fæðingarþunglyndis sem hrjáir yfir helming nýbakaðra mæðra. Það kemur fram u.þ.b. 2-3 dögum eftir fæðingu en gengur nokkuð hratt yfir. Eins og nafnið ber með sér er helsta birtingarmyndin tilefnislaus eða tilefnislítill grátur. Önnur einkenni eru m.a. kvíði, sveftruflanir, þreyta, listarleysi og skapsveiflur. Ef einkennin eru ekki horfin eftir hálfan mánuð getur það bent til þess að um fæðingarþunglyndi sé að ræða.