„Geislavarnir og barnaröntgenmyndataka“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Jorugard (spjall | framlög)
Jorugard (spjall | framlög)
Lína 10:
== Framkvæmd rannsóknar ==
Framkvæmd rannsóknarinnar sjálfrar á einnig að framkvæma þannig að tryggð er aðlögun tökugilda að aldri og stærð sjúklingsins í öllum tilfellum. Þannig er stuðlað að því að notuð er eins lág geislun og mögulegt er, án þess að takmarka greiningarupplýsingar.
 
== Útskýra vel ==
 
Það þarf alltaf að útskyra rannsóknina vel fyrir bæði foreldrum og barninu sjálfu áður en rannsóknin hefst . Með góðri samvinnu við barnið má auka líkur á að rannsóknin heppnist. Ef barnið er kyrrt og andar á réttan hátt má koma í veg fyrir að það verði fyrir óþarfa geislaskammti, sem gæti orsakast af því að myndin er hreyfð og ekki nógu góð og endurtaka þarf hana.
 
Þetta þarf þó ekki að þýða að áhættan fyrir börn sé miklu meiri en fyrir fullorðna þar sem í flestum tilfellum er hægt að taka röntgenmyndir af börnum með mun lægri geislaskömmtum en hjá fullorðnum. Þannig þarf lungnamynd af barni aðeins 1/10 af þeirri yfirborðsgeislun sem þarf við lungnamynd hjá fullorðnum. Minnka má geislaskammta barna með ýmsu móti, m.a. með að nota ekki dreifigeislasíu á yngstu börnin og síur með lægra síuhlutfall en almennt er notað (r = 1:8, 40L/cm) fyrir eldri börn. Slíkt getur lækkað geislun 3 – 4 falt.