„Sorg“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Asta kristin (spjall | framlög)
Asta kristin (spjall | framlög)
Lína 17:
Reiði getur komið fram hjá syrgjandanum, út í hann sjálfan, hinn látna, annað fólk s.s. ættingja og heilbrigðisstarfsfólk og ekki má gleyma reiðinni sem beinist gegn Guði. Oft fylgir sektarkennd í kjölfar reiðinnar vegna þess sem sagt eða gert og einnig yfir því sem ekki komst í verk að segja eða gera. Mikilvægt er að horfast í augu við reiðina og sýna þær tilfinningar sem við höfum í sorgarferlinu. Fólk sem geymir reiðina innra með sér getur upplifað seinna í lífinu, bæði líkamleg og streitutengd vandamál vegna þessara niðurbældu tilfinninga.
 
[[3. Þunglyndi]]
Þunglyndi tengist oft söknuði og vonleysi í sorginni, jafnvel löngu eftir missinn Óbærilegur einmannaleiki þrengir sér inn í líf syrgjandans, hann upplifir sig ekki í tengslum, hvorki við annað fólk né umhverfi sitt og hefur ekki frumkvæði til að leita eftir samskiptum. Þunglyndi kemur stundum í kjölfar reiðinnar. Það einkennist af kvíða og örvæntingu. Þessar tilfinningar geta haft áhrif á daglegt líf viðkomandi. Syrgjandinn hugsar minna um eigin heilsu, hann nærist illa og á minni samskipti við ættingja og vini. Syrgjandinn einangrar sig, kvíðir nýjum degi, er bjarglaus og á erfitt með að einbeita sér að nauðsynlegum verkefnum.