„Sorg“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Adalthor (spjall | framlög)
Asta kristin (spjall | framlög)
Lína 11:
Fyrir marga er hjálplegt að skilgreina sorgina út frá fjórum stigum tilfinninga. Röð stiganna og lengd er mismunandi á milli einstaklinga. Sumir upplifa eitt stig meira en annað og það upplifa ekki allir öll stigin. “Hver hefur sitt göngulag í sorginni.”
[[1. Áfall,doðatilfinning og afneitun]]
Gerist yfirleitt strax á eftir missi. Syrgjandinn ímyndar sér að missirinn hafi ekki orðið. Syrgjandinn finnst hann vera áhofandi að lífinu en ekki þáttakandi. Doðatímabilið einkennist af því að syrgjandinn heyra ekki það sem sagt er, skilja það ekki og sjá ekki samhengið. Þetta getur jafnvel varað í 3-4 mánuði. Þessi doðatilfinning er í raun vörn fyrir syrgjandann til að hjálpa honum að takast á við erfið verkefni, svo sem skipulag jarðafarinnar og þeim breytingum sem óneitanlega fylgja í kjölfarið. Á þessu tímabili heyrir syrgjandinn gjarnan frá umhverfinu hvað hann standi sig vel. Afneitun er algeng að neita að horfast í augu við missinn. Hún gefur syrgjandanum færi á að ná áttum. Áfallið og afneitunin getur varað frá nokkrum klukkutímum í nokkra mánuði.
 
[[2. Reiði]]
Reiði getur komið fram hjá syrgjandanum, út í hann sjálfan, hinn látna, annað fólk s.s. ættingja og heilbrigðisstarfsfólk og ekki má gleyma reiðinni sem beinist gegn Guði. Oft fylgir sektarkennd í kjölfar reiðinnar vegna þess sem sagt eða gert og einnig yfir því sem ekki komst í verk að segja eða gera. Mikilvægt er að horfast í augu við reiðina og sýna þær tilfinningar sem við höfum í sorgarferlinu. Fólk sem geymir reiðina innra með sér getur upplifað seinna í lífinu, bæði líkamleg og streitutengd vandamál vegna þessara niðurbældu tilfinninga.
 
Lína 20:
Þunglyndi tengist oft söknuði og vonleysi í sorginni, jafnvel löngu eftir missinn Óbærilegur einmannaleiki þrengir sér inn í líf syrgjandans, hann upplifir sig ekki í tengslum, hvorki við annað fólk né umhverfi sitt og hefur ekki frumkvæði til að leita eftir samskiptum. Þunglyndi kemur stundum í kjölfar reiðinnar. Það einkennist af kvíða og örvæntingu. Þessar tilfinningar geta haft áhrif á daglegt líf viðkomandi. Syrgjandinn hugsar minna um eigin heilsu, hann nærist illa og á minni samskipti við ættingja og vini. Syrgjandinn einangrar sig, kvíðir nýjum degi, er bjarglaus og á erfitt með að einbeita sér að nauðsynlegum verkefnum.
 
[[4. Sátt]]
Eðlilegt er að upplifa allar ofantaldar tilfinningar og getur oft verið nauðsynlegt sorgarúrvinnslunni. En það er líka mikilvægt að geta unnið sig í gegnum þessar tilfinningar, sigrast á þeim, tekist á við raunveruleikann og öðlast sátt. Öll þessi einkenni eru merki um eðlileg sorgarviðbrögð og skyldi engan undra að syrgjandinn skuli breytast í samskiptum, með alla þessa byrgði á bakinu.
 
 
== Sorgin og líkamleg einkenni ==