„Geislavarnir og barnaröntgenmyndataka“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Adalthor (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Adalthor (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
Höfundur Jórunn Garðarsdóttir
[[Mynd:Wiki pre-op.jpg|thumb|left|300 px|Röngenmynd af hrygg fyrir aðgerð]]
[[Mynd:Wiki post-op.jpg|thumb|left|300 px| Mynd af hrygg eftir aðgerð]]
Röntgenmyndataka af börnum er að mörgu leyti frábrugðin myndatöku af fullorðnum. Um er að ræða einstaklinga sem hafa langan líftíma fyrir höndum, þar sem skaðleg áhrif geislunar geta komið fram. Talið er að börn séu mun næmari fyrir geislun, þar sem vefir þeirra eru í sífelldum vexti. Auk þess eru börn í mörgum tilfellum ekki samvinnuþýð, liggja ekki kyrr, anda hraðar og auka þannig líkurnar á endurtekningum.
 
Grundvallaratriði er að öll geislun sé réttlætanleg, þannig að það á að vera viðkomandi sjúklingi til meira gagns að beita geislun en hugsanleg skaðsemi sem geislunin getur valdið.