„Geislavarnir og barnaröntgenmyndataka“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Jorugard (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Jorugard (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 11:
Að takmarka skyggnitíma vegur einnig þungt og þá sérstaklega að velja minna svæði en filmuhylki segir til um þegar notuð er sjálfvirk afblendun. Einnig er það talið æskilegt á þeim stöðum þar sem mikið er um röntgenrannsóknir af börnum að sérþjálfað starfsfólk sjái um þær, t.d. geislafræðingur með sérþjálfun. Í desember 2003 var barnaröntgenstofa LSH flutt á nýjan stað og er hún á sama gangi og bráðamóttaka barna á Barnaspítala Hringsins.
 
Með tilkomu digital röntgenbúnaðar má áætla að geislaskammtur sjúklinga hafi minnkað verulega þar sem minna er um endurtekningar og myndirnar er hægt að lagfæra eftir á.
 
Nokkur atriði varðandi töku röntgenmynda á börnum:
 
• Þegar verið er að taka röntgenmyndir af smábörnum, er mjög mikilvægt að geislasviðið sé eins lítið og mögulegt er m.t.t. þess svæðis sem skoða þarf. Þá er mikilvægt að ljóssvið passi mjög vel við geislasviðið og skal það atriði prófað vikulega á tækjum sem notuð eru til myndatöku af börnum.