„Fjölgreindarkenningin fyrir börn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Steikolb (spjall | framlög)
Steikolb (spjall | framlög)
Lína 11:
== Howard Gardner og fjölgreindakenningin ==
 
Árið 1983 setti [[isw:en:Howard Gardner|Howard Gardner]] taugasálfræðingur, fram [[isw:fjölgreindakenning|fjölgreindakenninguna]] í bókinni Frames of Mind. Hann hafði lengi verið að velta fyrir sér hugmyndinni um margar gerðir mannshugans. Í kenningum hans kom fram að greind er ekki eins einfalt mál og haldið hafði verið fram, það er ekki bara bókleg greind sem skiptir máli. Gardner sagði að við gætum verið greind á fjölmörgum sviðum og skipti greindunum niður í sjö flokka sem síðar varð að átta flokkum. Og við getum verið snjöll í mörgum flokkum en oftast erum við samt sterkust í einum flokki. Það er mikilvægt fyrir okkur að þróa okkur á þeim sviðum (greindum) sem við erum sterk en líka á þeim sviðum sem við erum ekki sterk því þannig er líklegt að okkur vegni vel. Bubbi Mortens hefur sagt frá því að þegar hann heyrði fyrst í Bob Dylan hafi hann orðið fyrir eins konar vitrun. Hann hitnaði allur að innan og vissi um leið að svona vildi hann vera. Hefur ykkur einhvern tímann liðið svipað? Ef svo er þá er líklegt að það tengist ykkar sterku hlið.
Margir leik- og grunnkólar á Íslandi vinna nú í anda kenninga Gardners og hefur hann fengið mikla viðurkenningu fyrir kenningar sínar.