„Kumlanám“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Svanhildur (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Svanhildur (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
 
== Kumlanám ==
 
Lína 15 ⟶ 14:
 
== Skilgreining á viðeigandi hegðun ==
Þegar ákveðið hefur verið hvaða hegðun það er sem á að breyta þarf að skilgreina hegðunina á ákveðinn, sýnilegan og mælanlegan hátt til að samræmi sé í notkun aðferðarinnar ef fleiri en einn aðili í hverri stofnun ætla að nota hana (http://www.usu.edu/teachall/text/behavior/LRBIpdfs/Token.pdf). Einnig mun þessi skilgreining á viðeigandi hegðun skýra fyrir viðföngunum fyrir hvaða hegðun er hægt að öðlast tákn.
 
== Byggja upp kumlakerfi ==
Þegar kumlanámið sjálft er byggt upp þarf að byrja á því að ákveða hvers konar tákn á að nota, til dæmis broskarla (http://www.usu.edu/teachall/text/behavior/LRBIpdfs/Token.pdf). Broskarlar henta vel sem tákn fyrir unga eða fatlaða nemendur þar sem hægt er að gleypa eða svelgjast á spilapeningum og öðru slíku. Þegar valin eru tákn þarf að hafa í huga að auvelt sé að nálgast þau, það sé erfitt að falsa þau og að þau séu örugg í notkun.
 
== Ákveða styrki í samræmi við ákveðna hegðun ==
Þegar búið er að byggja kumlanámið upp munu nemendur reglulega skila táknunum sínum inn og fá styrki (reinforces) í staðinn (http://www.usu.edu/teachall/text/behavior/LRBIpdfs/Token.pdf). Styrkirnir þurfa að vera eitthvað sem nemendunum finnst eftirsóknarvert og vert að gera það sem farið er fram á til að öðlast þá. Til eru margir styrkir sem eru ódýrir og þarf ekki langan tíma í að undirbúa svo sem að fá að fara fremst í röðina og fleira í slíkum dúr. Því næst þarf að ákveða hversu mörg tákn þarf að vinna sér inn til að hljóta styrkinn en hægt er að byggja kerfið upp þannig að ákveðið mörg tákn hljótist fyrir ólíkar hegðanir. Það sem er mikilvægast í þessu er að samræmi sé á milli hegðunarinnar sem á að verðlauna og styrksins sem á að veita fyrir hegðunina. Ástæða þess að mikilvægt er að hafa samræmi milli hegðunar og styrkis er annars vegar sú að ef “kostnaðurinn” er of lítill þá eru viðföngin fljót að vinna sér inn fyrir styrkjunum og missa metnaðinn fyrir því að hegða sér á réttann hátt. Ef kostnaðurinn er hins vegar of hár gefast viðföngin fljótt upp. Eitt í þessu er mikilvægt en það er að hrósa viðföngum í hvert skipti sem þau vinna sér inn pening og koma þeim þannig í skilning um hvaða hegðun varð til þess að þeir fengu styrkinn.
 
 
== Stigatafla ==
Það er nauðsynlegt að halda “bókhald” yfir styrki hvers og eins (http://www.usu.edu/teachall/text/behavior/LRBIpdfs/Token.pdf). Sniðugt er að útbúa svokallaðan banka þar sem leiðbeinandinn er bankastjórinn og merkir við hversu mörg stig hver nemandi er kominn með. Mælt er með því að fara reglulega opinberlega yfir stöðuna í bankanum þar sem það getur virkað hvetjandi á viðföng að sjá hvar þau standa og komið á jákvæðri samkeppni innan bekkjarins (ef það á að nota aðferðina á fleiri en einn nemanda í einu). Því er gott að geyma bankann á auðsjáanlegum stað og eiga alltaf auka ljósrit af honum. Að lokum þarf að ákveða hvenær á að veita styrkina, hvort eigi að gera það daglega (þá hvenær), vikulega eða mánaðarlega.