„Fjölgreindarkenningin fyrir börn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Steikolb (spjall | framlög)
Steikolb (spjall | framlög)
Lína 60:
Frægir íslendingar: Davíð Oddsson seðlabankastjóri, Ingibjörg Sólrún stjórnmálamaður, Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra, Jóhanna Vilhjálmsdóttir þáttarstjórnandi.
 
== Talna- eða röksnjall - rök- og stærðfræðigreind ==
 
Þér finnst endilega að þú verðir að vita hvernig hlutirnir virka. Stærðfræði er líklega uppáhaldsgreinin þín í skólanum, eða eðlis- og efnafræði. Þér finnst gaman í tölvu- og vísindaleikjum sem reyna virkilega á kollinn. Þér finnst gaman að vinna og leika þér með tölur. Getur verið að þú sért góður í Sudoku? Þá er líklegt að þú sért röksnjall. Skák og alls konar spil höfða til þín. Þér finnst gaman að flokka hluti, og gera tilraunir og setja hluti í þrepakerfi eða nota rökleg mynstur. Þú hefur virkilegan áhuga á raunvísindum og tengdum greinum og stendur þig vel á prófum þar sem reynir á rökhugsun.