„Fjölgreindarkenningin fyrir börn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Steikolb (spjall | framlög)
Steikolb (spjall | framlög)
Lína 42:
 
== Myndsnjall - rýmisgreind ==
 
[[Image:LYS86.JPG|thumb|Börn að mála]]
Það er ekki endilega bara þannig að þú sért góður að teikna heldur hefur þú gaman af öllu myndrænu. Kort, línurit og skýringarmyndir höfða til þín. Þegar þú segir frá sérðu allt fyrir þér í myndum. Þú hefur gaman af listrænni vinnu og líklegt er að myndmennt sé ein af uppáhaldsgreinunum þínum. Þér finnst gaman að horfa á kvikmyndir og skoða myndir, einnig höfða alls konar þrautir til þín, púsl, gestaþrautir og sjónræn viðfangsefni. Þegar þú varst lítill elskaðir þú legókubba og finnst enn gaman að byggja flottar þvívíðar byggingar. Ef þú skoðar teiknimyndabækur er ekki endilega víst að þú nennir að lesa textann. Þegar þú ert í tímum er líklegt að þú getir ekki sleppt því að krota í bækurnar þínar eða á borðið, reyndar eru þetta oftast litlar myndir og þér finnst betra að teikna þegar þú þarft að hlusta á kennarann og einbeita þér í tímum en þú gætir reyndar líka gleymt þér í dagdraumum, bara kominn eitthvað allt annað á þess að vita af.