„Hollusta Sjávardýrafitu“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 17:
Prótein er aðal byggingarefni líkamans og ekki geymt sem forði í líkamanum. Prótein er því mikilvægt að fá daglega úr fæðunni. Gæði próteina eru mjög misjöfn en það er háð amínósýrusamsetningu próteinanna. Fiskur er próteinrík fæða og prótein hans gæðaprótein þar sem fiskprótein innihalda fjölmargar lífsnauðsynlegar amínósýrur. Þurrkaður fiskur eins og t.d. harðfiskur er ein sú próteinríkasta afurð sem hægt er að fá. Í honum er hlutur próteina um og yfir 70 % af þyngd.
 
== Offita ==
Offita ==
 
Hér áður fyrr gekk lífsbaráttan út á það að hafa nóg í sig og á. Við þurfum ekki að líta lengra en á endurminningar ömmu eða langömmu til að lesa um skort fólks á góðum mat. Í dag hefur þetta snúist við. Daglega verðum við að gæta að okkur að borða ekki of mikið. Offita er vaxandi vandamál á Íslandi og víða annars staðar og er nauðsynlegt að gefa meiri gaum. Eitt af lykilorðum við lausn offituvandans er að neyta matar sem er næringarríkur en orkulítill og er það ágæt lýsing á fiski. Í þessu samhengi skiptir að sjálfsögðu máli hvernig við matreiðum fiskinn. Til er fjöldinn allur af fiskuppskriftum þar sem bragðgæði eru mikil sem og næringargildi en orka í lágmarki.