„Afstæðiskenningin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bjorneaster (spjall | framlög)
m smá snurfus, smá viðbót
Bjorneaster (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
Afstæðiskenningin fyrir almenning
 
[http://is.wikipedia.org/Einstein Albert Einstein] er höfundur afstæðiskenningarinnar. Fyrri hluta hennar, hina [[Afstæðiskenningin#Takmarkaða afstæðiskenningin| takmörkuðu afstæðiskenningu]], setti hann fram árið [http://is.wikipedia.org/1905 1905] og seinni hlutann, hina [[Afstæðiskenningin#Almenna afstæðiskenningin | almennu afstæðiskenningu]], setti hann fram árið [http://is.wikipedia.org/1916 1916].
 
Hér eru sett saman fáein orð sem gætu orðið upphaf að einföldum leiðarvísi milli helstu varðanna á hinum vandrötuðu víðáttum kenningarinnar (sem er eiginlega engin kenning lengur, heldur ein af rækilegast staðfestu reglum eðlisfræðinnar!)
Lína 8:
 
==Takmarkaða afstæðiskenningin==
Á árinu 1887 tókst þeim Michelson og Morley að sýna fram á með tilraun að ljóshraðinn væri sá sami í allar áttir, óháð hreyfingu þess sem mælir hann. Þetta olli mönnum miklum heilabrotum, enda var talið víst að til væri [http://is.wikipedia.org/Ljósvaki ljósvaki] sem átti að vera bylgjuberi fyrir ljósið, rétt eins og andrúmsloftið bar hljóð eða jörðin jarðskjálftabylgjur. Samkvæmt þessu ætti mældur ljóshraði að vera háður hreyfingarstefnu þessa ljósvaka og hreyfingu (hraða) þess athuganda sem ljóshraðann mælir.
 
Einstein áttaði sig á því fyrstur manna að það var óþarfi að gera ráð fyrir að einhver ljósvaki væri til. Þar með losnaði hann við þá óþörfu og erfiðu þraut sem aðrir glímdu við, að laga niðurstöður tilraunar Michelsons og Morley að ætluðum hugmyndum um eðli ljósvakans.