„Tölvunarfræði/Gervigreind“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1:
Vélar eru í eðli sínu ekki greindar, þ.e. þær gera hvorki meira né minna en það sem þeim er sagt. Markmiðið með gervigreind er að útfæra forrit sem nota rökhugsun til þess að leysa vandamál, afla upplýsinga, gera áætlanir og breyta aðferðum eftir þekkingu og reynslu. Þessum áfanga er ætlað að veita nemendum innsýn í gervigreind út frá sjónarmiðum tölvunarfræðinnar og kynna þá fyrir ýmsum aðferðum sem þekkjast í gervigreind sem lausnir á fjölmörgum vandamálum. Áfanganum er skipt í tvennt, annars vegar er farið yfir reiknirit og tölvunarfræðilegar nálganir á áætlanagerð og beitingu rökleiðinga og hins vegar er tekið upp sérhæft viðfangsefni sem veitir nemendum tækifæri til að þróa gervigreindarhugbúnað. Markmiðið með áfanganum er að nemendur hljóti góða yfirsýn yfir þá fræði sem liggur að baki gervigreind og kunni að leysa nokkur af grunnvandamálum viðfangsefnisins.<ref name="ai">[https://en.wikipedia.org/wiki/Artificial_intelligence],https://en.wikipedia.org/wiki/Artificial_intelligence, Skoðað 22. janúar 2014.</ref>