„Tölvunarfræði/Höfundarréttur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Maggyperla (spjall | framlög)
Maggyperla (spjall | framlög)
Lína 19:
=== Creative Commons / CC ===
[[Mynd:Cc by-nc-nd euro icon.svg|thumbnail|hægri|cc]]
Creative Commons eða CC er safn af leyfisskilmálum sem höfundar geta sett á hugverk sín og með því leyfaleyft öðrum að nota verkin svo framarlega sem skilmálarnir eru virtir. Þá má, í stað þess að þurfa að setja sig í samband við höfund verks, sjá með einföldum og myndrænum hætti hvernig má nota verkin. Þá er sett CC merki neðst á vefsíðu og með því að smella á merkið fást nánari upplýsingar um CC höfundarleyfi viðkomandi vefsíðu. Creative Commons notar ákveðin tákn fyrir hvers konar leyfi höfundarréttarhafi veitir.
 
*Höfundar getið (BY-Attribution). Í öllum Creative Commons leyfum er gerð sú krafa að þegar verk eru notuð er höfundar getið. Þetta er kallað “BY” skilyrðið, og er gert til að tryggja að allir viti hvaðan verkið kemur.
*Ekki í hagnaðarskyni (NC – non-commercial). Þessi takmörkun kveður á um að þeir sem nota verkið megi ekki hafa fjárhagslegan ávinning af því. Þetta þýðir að þú einn sem skapari verksins mátt græða pening á því, nema þú gefir öðrum sérstakt leyfi til þess.
*Engar afleiður (ND – No derivatives). Þessi takmörkun segir að það megi ekki búa til ný verk sem byggja á verkinu þínu án þess að biðja um leyfi fyrir því sérstaklega. Þá má til dæmis ekki endurblanda lagilag eða nota það í kvikmynd, en það mætti þó deila því áfram í óbreyttri mynd.
*Deilist áfram (SA – Share alike). Þessi takmörkun segir að þeir sem búa til afleidd verk úr þínu verki eru skyldugir til að leyfa öðrum að deila áfram undir sömu skilmálum. Þannig geturðu tryggt að öll verk sem byggja á þínu frjálsa verki verði frjáls áfram.
'''Úr þessum takmörkunum er hægt að búa til sex mismunandi leyfi. Í röð frá því frjálsasta yfir í það mest takmarkandi eru þau:'''