„Tölvunarfræði/Höfundarréttur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Maggyperla (spjall | framlög)
Maggyperla (spjall | framlög)
Lína 1:
 
=== Almennt um höfundarrétt.höfundarétt ===
 
[http://www.althingi.is/lagas/130a/1972073.html Íslensku höfundalögin (73/1972, 29. maí)] veita öllum höfundum að bókmenntaverkum eða öðrum listaverkum eignarrétt á þeim. Höfundur verks á rétt á því að ákveða hvernig verk hans er notað. Í aðalatriðum gilda sömu reglur um höfundarétt á verkum á netinu og á öðru formi. Verk sem birtast á netinu er einungis heimilt að lesa af skjá samkvæmt íslensku höfundalögunum.
Lína 6:
Útprentun, geymsla, áframsending eða önnur notkun efnisins er því óheimil nema til komi ótvírætt samþykki rétthafa eða sérstök lagaheimild. Ekki er leyfilegt að nota texta annarra á eigin vefsíðu nema geta heimildar. Nota má tengla á aðrar vefsíður án þess að fá fyrir því leyfi ef það er greinilegt að með því að smella á tengilinn flyst viðkomandi yfir á aðra vefsíðu.
Sé efni á rafrænu formi gert aðgengilegt fyrir hvern sem er á Netinu er eðlilegt að líta á það sem opinbera birtingu. Opinber birting er skilgreind þannig í 2. gr. höfundalaga: ''„Verk telst birt, þegar það er með réttri heimild flutt eða sýnt opinberlega eða eintök af því hafa verið gefin út ... "''
Höfundaréttur gildir í 70 ár eftir andlát höfundar. Fram að þeim tíma má ekki sýna verk eða dreifa því án leyfis höfundar eða erfingja hans.
 
=== Takmarkanir á höfundarétti ===
Í íslensku höfundalögunum 2. kafla, 11. grein eru nokkrar undantekningar: