„Upplýsingatækni/Að nota Adium“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Raggaaa (spjall | framlög)
Ný síða: UST námsefni – leiðbeiningar fyrir Adium Hér á eftir kemur kennsluefni/leiðbeiningar um hugbúnaðinn Adium en það er samskiptaforrit fyrir Apple tölvur sem gæti gangnast kenn...
 
Asrun56 (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
UST námsefni – leiðbeiningar fyrir Adium
 
Hér á eftir kemur kennsluefni/leiðbeiningar um hugbúnaðinn Adium en það er samskiptaforrit fyrir Apple tölvur sem gæti gangnast kennurum. Samskipti á milli nemenda og kennara og nemendanna sjálfra eru alltaf að verða meira og meira tæknivædd og mjög margir sem nota tölvupóst til þess að hafa samskipti, hvort sem það er til að spyrja kennara spurninga eða fyrir nemendur til að hafa samskipti sín á milli vegna verkefna sem þeir eru að vinna sameiginlega. Tölvupósturinn er góður og gildur útaf fyrir sig en ég tel að Adium sé mun skilvirkara forrit til þess að eiga þessi samskipti í gegnum netið, hugbúnaðurinn svipar mjög til forritsins MSN sem margir þekkja en ég tel að Adium sé þróaðari útgáfa og er meðal annars mjög auðvelt að búa til spjallhópa þar sem margir geta skrifað í einu og það sem þátttakendurnir í spjallinu skrifa kemur strax á skjáinn hjá hinum, öfugt við það sem við eigum að venjast þegar kemur að tölvupóstinum.