„Upplýsingatækni/Að nota Open office ritvinnsla“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Svala (spjall | framlög)
Svala (spjall | framlög)
Lína 22:
Byrjað er á því að opna Open Office og opna nýtt skjal annað hvort með því að smella tvisvar á táknið fyrir ritvinnslu (text document) eða fara í File vinstra megin í valmyndalínunni sem birtist efst, velja New og velja síðan text document. Þá opnast ritvinnsluskjal sem hægt er að skrifa inn í.
 
Þegar bendillinn á tölvunni er inni í skjalinu birtist valmyndalína efst á tölvunni þar sem hægt er að velja ýmsa möguleika til þess að vinna með skjalið. Til þess að vista skjalið er farið í File vinstra megin og valið Save. Síðan ritarðu nafn skjalsins og athugar hvort að gerð skjalsins sé rétt. Sjálfgefið skjalform er .odt en ef þú vilt vista skjalið á einhverju öðru formi, til dæmis sem Word skjal, velur þú rétt form í felliglugganum undir File type og síðan Save. Til þess að geyma skjalið sem PDF er valið File og Export as PDF.
 
Til þess að prenta skjal er valið File og Print.
 
== Að vinna með skjal ==