„Upplýsingatækni/Google Wave“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Johannsig (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Johannsig (spjall | framlög)
Lína 22:
 
==Hvernig fer ég að því að ..==
#=== Búa til Bylgju ===
Það eru þrjár leiðir til þess að búa til nýja Bylgju. Sú einfaldasta er að smella einfaldlega á hnappinn "New Wave" sem er efst á Bylgjulistanum. Einnig er hægt að nota valkostina sex sem birtast á hægri hluta síðunnar þegar engin Bylgja er opin til að kalla fram Bylgju með sérstöku sniði. Þá má einnig búa til Bylgju sem inniheldur bæði notandann og annan notanda með því að smella fyrst á kunningja af kunningjalistanum og velja "New Wave" í glugganum sem birtist. Allar þrjár aðferðirnar búa til Bylgju og birta hana í hægri hluta vefsíðunnar.
 
#=== Bæta notendum við Bylgju ===
Til að bæta notendum af notendalista við Bylgju sem hefur verið valin eða búin til er nóg að smella á plús-hnappinn efst í glugga Bylgjunnar. Birtist þá gluggi með lista af þeim notendum sem unnt er að bæta við Bylgjuna og er nóg að tvísmella á hvern þann sem talinn er eiga erindi í efni Bylgjunnar. Ekki er hægt að fjarlægja notanda úr Bylgju eftir að honum hefur verið bætt við.
 
#=== Skrifa í Bylgju ===
Sé Bylgja ekki virk, það er hún birtist ekki á hægri hluta vefsíðunnar þarf annaðhvort að búa hana til eða velja hana úr Bylgjulistanum. Eftir að Bylgja hefur verið valin/búin til er nóg að tvísmella einhversstaðar á efni hennar og velja annaðhvort að breyta henni (e. "Edit") eða svara efni sem þegar er til staðar (e. "Reply"). Gráskyggður reitur er jafnan til staðar neðst á Bylgjunni sem býður upp á að svara efni sem þegar er til staðar (e. "Click here to reply").