„Upplýsingatækni/Að nota StudyMate“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 3:
 
== Hvers vegna að nota StudyMate ==
<big>Með StudyMate er mögulegt að búa til eftirfarandi gerðir af viðfangsefnum: staðreyndaspjöld, hreyfimyndaspjöld, eyðu-fyllingar, samstæður, orðasafn, krossgátur, gátur og þrautir og fleira. Hægt er að velja viðmót á sex mismunandi tungumálum (hollensku, ensku, finnsku, frönsku, þýsku og spænsku).
StudyMate flytur út viðfangsefnin og leiki á hreyfimyndasniðmáti og getur flutt þau beint út í rafræn námskerfi eins og Angel,
Blackboard, eCollege, WebCT, WebCTVista. StudyMate getur einnig flutt út í SCROM 1.2 samhæfða námshluta sem hægt er að hlaða yfir til annarra rafrænna námskerfa og jafnvel á vefsíður. Það er einnig hægt að vista StudyMate viðfangsefni á harða diskinn eða DVD. Að auki býður StudyMate uppá að flytja út spurningarnar og hlutina sjálfa án hreyfimyndasniðmáts yfir í forrit eins og Microsoft Word.
Lína 12:
* Krossaspurningar – Spurning sem fylgt er eftir með nokkrum svarmöguleikum (aðeins eitt rétt svar).
 
Í StudyMate er mögulegt að setja fram spurningar og svarmöguleika af handahófa þannig að viðfangsefnin verði mismunandi í hvert sinn. Með innbyggðum jöfnuritþór er hægt að setja inn flóknar stærðfræðiformúlur og vísindaleg tákn. Aðrir möguleikar eru villuleit fyrir stafsetningu, möguleiki á að setja inn inndregnar myndir og vefslóðir ásamt StudyMate skipuleggjanda(endurgjaldslaust tól til þess að skipuleggja hreyfimyndir á drifi viðkomandi tölvu eða á vefþjóni). Stafsetningavilluleit er í boði fyrir ensku. Einnig er hægt að hlaða niður orðabókum fyrir frönsku, þýsku, spænsku, hollensku, finnsku og læknifræðileg hugtök.</big>
 
== Hver notar StudyMate og hvernig ==