„Upplýsingatækni/Google earth“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 96:
Google Earth er einkar áhugavert tæki í viðfangsefnum þar sem nýjastu tækni er beitt við sköpun og miðlun í þágu náms og kennslu. Hægt er að styðjast við Google Earth á öllum skólastigum í tengslum við fjölmargar námsgreinar, einkum á svið raunvísinda, s.s. landafræði, náttúrufræði, líffræði, umhverfisfræði, veðurfræði, skipulagsfræði, jarðfræði svo fátt eitt sé upptalið. Nemendur geta fengið innsýn í viðkomandi námsgrein á lifandi hátt og öðlast um leið betri skilning á viðfangsefninu. Kennarar geta gert kennslu sína áhugaverðari með Google Earth og nýtt hugbúnaðinn til að gera kennsluhættina fjölbreyttari en áður t.a.m. með því að sýna flekamót jarðar með myndum af neðansjávarlandslagi eða sýna myndir af yfirborði Mars sem hingað til hafa ekki verið eins aðgengilegar og nú.
 
--[[Kerfissíða:Framlög/157.157.148.150|157.157.148.150]] 14. desember 2009 kl. 00:23 (UTC)Nina Nína Hrönn Sigurðardóttir