„Upplýsingatækni/Að nota Gimp“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 4:
GIMP er myndvinnsluforrit sem hefur svipaða virkni og hið þekkta forrit Photoshop. Kosturinn við GIMP er að það er einfalt í notkun og er „open source“ hugbúnaður sem gerir það að verkum að notendur geta sótt og notað forritið sér að kostnaðarlausu, heimasíðu forritsins er hægt að nálgast [http://www.gimp.org hér].
 
Eftirfarandi myndbönd eruog meðtexti eru einföldumeinfaldar leiðbeiningumleiðbeiningar um notkun forritsins. Einnig verður farið í hvernig kennarar og nemendur geta nýtt sér þetta forrit við nám og störf.
 
# [http://video.google.com/videoplay?docid=-6188893502605338862&hl=en Minnkun mynda, bæði stærð og gæði ]
## '''Velja File - open''': Finna þar myndina sem á að vinna með. Einnig er hægt að draga úr möppu yfir á Gimp.
## Fara í '''Image – Scale Image''': Undir Image size er hægt að velja breidd (width) og hæð (height). Athugið að Gimp breytir hlutföllum á móti. Þ.e.a.s. ef hæð er breytt, breytir Gimp breiddinni í hlutfalli við hæð. Ef breyta á gæðum myndar er hægt að breyta resolution úr 300.000 í 72.000. Þetta er þó yfirleitt óþarfi. Því næst er valið scale.
## '''File – Save as''': Slá inn nafn myndar ef á að breyta og viðeigandi möppu ef ekki sú sama. Muna að hafa quality í 100.
 
# [http://video.google.com/videoplay?docid=2757481190243382524&hl=en Klippa til myndir ]
## '''Velja File - open''': Finna þar myndina sem á að vinna með. Einnig er hægt að draga úr möppu yfir á Gimp.
## Velja „'''crop tool'''“ til vinstri.
## Vinstri smella með mús yfir mynd og velja það sem á að klippa, þ.e.a.s. svæðið sem á að nota og tvísmella. Þá ætti einungis að sjást sá hluti sem valinn var.
## '''File – Save as''': Slá inn nafn myndar ef á að breyta og viðeigandi möppu ef ekki sú sama. Muna að hafa quality í 100.
 
# [http://video.google.com/videoplay?docid=-2393332312668173617&hl=en Setja texta inn á myndir ]
## '''Velja File - open''': Finna þar myndina sem á að vinna með. Einnig er hægt að draga úr möppu yfir á Gimp.
## Velja „'''text tool'''“ til vinstri.
## Vinstri smella með mús yfir mynd og velja það svæði þar sem textinn á að vera.
## Skrifa textann í gluggann sem birtist.
## Velja letur (font), stærð (size), og lit (color) textans. Þessa valmöguleika er að finna undir hnöppunum sem eru að ofan.
## '''File – Save as''': Slá inn nafn myndar ef á að breyta og viðeigandi möppu ef ekki sú sama.
## Smella á „'''export'''“ og muna að hafa '''quality''' í 100.
 
 
Að geta minnkað myndir eða klippt þær til er afar gagnlegt, bæði fyrir kennara og nemendur. Oft eru upprunalegu myndirnar mjög stórar, 3 – 5 mb hver, eða þær sýna óþarflega mikið. Til að þær verði hnitmiðaðri, áhugaverðari og auðveldara sé að miðla þeim er gott að geta nýtt forrit eins og GIMP til að minnka þær og klippa eftir þörfum.