„Höfundarréttur og Internetið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Salvor (spjall | framlög)
Salvor (spjall | framlög)
Lína 18:
 
[[Mynd:Rjúpa.jpg|200px|left]]
Þegar þú semur námsefni þá viltu gjarnan nota myndir, myndskeið eða hljóðskrár. Oft átt þú þess ekki kost að nota eigin myndir og vilt gjarnan nota myndir sem þú finnur á Netinu. Þú verður þá að gæta þess að nota eingöngu löglegt efni og brjóta ekki höfundarréttarlög. Sumir telja að allt efni sem þeir finna á vefnum sé frjálst til afnota og að það sé allt í lagi að hlaða niður og setja það á eigin blogg og vefsíður. Það er ekki rétt, efni sem er á vefnum er birtútgefið efni og um það gilda í meginatriðum sömu lög og gilda um annað birt efni. Meginreglan er því sú að ekki má taka efni sem er á vefsíðum annarra og nota það á eigin vefsíðum nema því aðeins að það sé skýrt að þú hafir leyfi til þess.
 
Oft er tiltekið neðst á vefsíðum hvernig megi nota efnið. Stundum er sérstaklega tekið fram "All rights reserved" en stundum er tekið fram að nota megi efnið í menntatilgangi (educational use) ef það er ekki í ábataskyni (noncommercial). Þó það standi ekkert um höfundarrétt þá er samt höfundarréttur að efninu.
Það getur þú gert með að nota myndefni úr almenningssvæðum eins og Commons og myndefni þar sem höfundarrétthafar hafa heimilað not. Hér eru skjákennsla um Commons og CreativeCommons og kennsla í að leita að myndum, nota myndir og hlaða inn myndum. Þú getur fundið myndir, hljóðskrár og myndskeið til að nota í wikibókum eða nota í annars konar námsefni t.d. í glærusýningu eða stuttmynd.
 
Einfaldast er í skólastarfi að nota sem mest og helst eingöngu efni sem er með þannig höfundarleyfi að það megi afrita og fjölfalda og í sumum tilvikumvinna áfram með efnið og nota það í önnur verk. Það getur þú gert með að nota myndefni úr almenningssvæðum eins og Commons og myndefni þar sem höfundarrétthafar hafa heimilað not. Hér eru skjákennsla um Commons og CreativeCommons og kennsla í að leita að myndum, nota myndir og hlaða inn myndum. Þú getur fundið myndir, hljóðskrár og myndskeið til að nota í wikibókum eða nota í annars konar námsefni t.d. í glærusýningu eða stuttmynd.
 
= CreativeCommons =