„Höfundarréttur og Internetið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Salvor (spjall | framlög)
Salvor (spjall | framlög)
Lína 69:
 
== Hvað er vandamálið? ==
[[mynd:Copyleft.svg|left|90px]]
Það ber mikið í milli þess veruleika sem er nú á Internetinu og þeirra höfundarréttar og hugverkalaga sem gilda á Vesturlöndum. Internetið hefur gert afritun og dreifingu á stafrænu efni einfalda, fljótlega og ódýra. Í upplýsingasamfélagi nútímans eru ekki lengur skörp skil á milli neytanda og framleiðanda eða þess sem býr til efni og þess sem notar það sem áhorfandi/hlustandi/áheyrandi.
 
Notandinn ætlar í mörgum tilvikum að nota hugverk frá öðrum áfram í sínu umhverfi, blanda því og breyta og deila með öðrum þannig að það hæfi betur því umhverfi sem notandinn er í. Listsköpun nútímans og vinnsla eins og hugbúnaðargerð byggir í vaxandi mæli á því að nota einingar eða brot úr verkum sem aðrir hafa gert og endursemja, endurblanda og dreifa þeim áfram. Það er einnig eðli vinnu og listsköpunar í hinum nýja samtengda heimi að það eru margir höfundar að vinna saman að einu verki.
 
[[mynd:Copyleft.svg|left|90px]]
Það er knýjandi þörf á breytingum á hugverkaréttindum og að það séu fleiri valkostir. Sérstaklega slæmt að lögin eru sjálfkrafa núna þannig að sá sem býr eitthvað hugverk til hann hefur sjálfkrafa einkarétt á því og aðrir mega ekki fjölfalda það og nota inn í sínum verkum. Því hafa komið fram annars konar kerfi þar sem sá sem býr til hugverk getur tiltekið hvernig hann vill leyfa öðrum að nota verk sín. Má dreifa verkinu áfram ókeypis? Má dreifa verkinu áfram og rukka fyrir það? Má breyta verkinu og nota það áfram í eigin verkum?
{{hreinsa}}