„Faldbúningur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Salvor (spjall | framlög)
m Verndaði „Faldbúningur“: fullbúið, vernda fyrir skemmdarverkum [edit=sysop:move=sysop]
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 4:
Þetta er wikibók um íslenska faldbúninginn, sögu hans og þróun.
Hún hentar sem ítarefni með námsefni í Íslandssögu.
 
 
== Hvað er faldbúningur? ==
 
Faldbúningurinn er elstur íslenskra kvenbúninga og dregur nafn sitt af sérstökum höfuðbúnaði, faldinum. Faldbúningurinn er í raun upprunalegur þjóðbúningur íslenskra kvenna, en þeir þjóðbúningar sem við þekkjum í dag, skautbúningurinn, peysufötin og upphluturinn eru búningar sem [[w:Sigurður málari|Sigurður Guðmundsson málari]], hannaði á íslenskar konur um miðja 19.öld.
{{hreinsa}}
Lína 14 ⟶ 12:
[[Mynd:Gaimard12.jpg|thumb|250 px|Mynd af konu í faldbúningi frá 1835]]
Gamlir búningahlutar, málverk, teikningar og ljósmyndir eru helstu heimildir okkar um faldbúninginn. Á Þjóðminjasafni Íslands er til einn af tveimur heilu faldbúningum í heiminum, hinn búningurinn er geymdur á safni Viktoríu og Alberts í Lundúnum. Þeir faldbúningar eru fyrirmyndir búninga sem saumaðir eru í dag.
 
Búningurinn hefur þróast í aldana rás, undir lok 18. aldar var hann sparibúningur en á síðasta fjórðungi 19. aldar lagðist notkun hans af.
 
Lína 22 ⟶ 21:
 
== Búningahlutar ==
[[mynd:Faldbuningur.svg|320px|thumb|]]
[[mynd:Faldbuningur.svg| 320 px| thumb|]]Faldbúningstreyjan er úr svörtu klæði eða flaueli, með borðum framan á boðungum. Treyjan nær rétt niður fyrir brjóst og er með þremur breiðum flauelsleggingum á baki, leggingum á axlarsaumum og um handveg og vírsnúrur eða stímur eru lagðar utan með. Treyjan er brydduð með flaueli að neðan og í hálsmáli, einnig er breið flauelislíning framan á þröngum síðum ermunum. Undir treyjunni er borin 19. aldar upphlutur, oftast í rauðum, grænum eða dökkbláum lit.
 
 
[[mynd:Faldbuningur.svg| 320 px| thumb|]]Faldbúningstreyjan er úr svörtu klæði eða flaueli, með borðum framan á boðungum. Treyjan nær rétt niður fyrir brjóst og er með þremur breiðum flauelsleggingum á baki, leggingum á axlarsaumum og um handveg og vírsnúrur eða stímur eru lagðar utan með. Treyjan er brydduð með flaueli að neðan og í hálsmáli, einnig er breið flauelislíning framan á þröngum síðum ermunum. Undir treyjunni er borin 19. aldar upphlutur, oftast í rauðum, grænum eða dökkbláum lit.
Pilsið er með bryddingu neðan á faldinum, annað hvort úr flaueli eða klæði en alltaf í öðrum lit en pilsið. Fyrir ofan pilsfaldinn er útsaumaður bekkur eða 4 - 5 flauelisleggingar. Svuntan er úr sama efni og pilsið og yfirleitt í sama lit. Hún er brydduð að neðan og upp með hliðunum með sama lit og neðan á pilsinu. Útsaumsbekkur eða leggingar eru neðan á svuntunni, en munstrið er yfirleitt breiðara en á pilsinu. Svuntan er höfð laus á 18. aldar gerð búningsins, borin yfir pilsið, en á yngri gerðum búningsins er hún felld inn í pilsið með bryddingu og kallast þá samfella.
{{hreinsa}}
Lína 52 ⟶ 51:
 
== Ítarefni ==
 
* [[w:Sigurður málari|Sigurður málari]]
* [http://www.ismennt.is/vefir/ari/thod/elsa/ Íslenskir þjóðbúningar fyrr á öldum Elsa E. Guðjónsson]