„Faldbúningur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Salvor (spjall | framlög)
Salvor (spjall | framlög)
Lína 23:
 
 
[[mynd:Faldbuningur.svg| 350320 px| thumb|]]Faldbúningstreyjan er úr svörtu klæði eða flaueli, með borðum framan á boðungum. Treyjan nær rétt niður fyrir brjóst og er með þremur breiðum flauelsleggingum á baki, leggingum á axlarsaumum og um handveg og vírsnúrur eða stímur eru lagðar utan með. Treyjan er brydduð með flaueli að neðan og í hálsmáli, einnig er breið flauelislíning framan á þröngum síðum ermunum. Undir treyjunni er borin 19. aldar upphlutur, oftast í rauðum, grænum eða dökkbláum lit.
Pilsið er með bryddingu neðan á faldinum, annað hvort úr flaueli eða klæði en alltaf í öðrum lit en pilsið. Fyrir ofan pilsfaldinn er útsaumaður bekkur eða 4 - 5 flauelisleggingar. Svuntan er úr sama efni og pilsið og yfirleitt í sama lit. Hún er brydduð að neðan og upp með hliðunum með sama lit og neðan á pilsinu. Útsaumsbekkur eða leggingar eru neðan á svuntunni, en munstrið er yfirleitt breiðara en á pilsinu. Svuntan er höfð laus á 18. aldar gerð búningsins, borin yfir pilsið, en á yngri gerðum búningsins er hún felld inn í pilsið með bryddingu og kallast þá samfella.
{{hreinsa}}
 
== Krossapróf ==