„Faldbúningur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Salvor (spjall | framlög)
Salvor (spjall | framlög)
Lína 16:
Hér verður lauslega gerð grein fyrir nokkrum breytingum sem urðu á búningnum á 18. og 19. öld. Á 18. öld mun faldurinn hafa verið nokkuð hár sívalur vafningur, sem sveigðist í krók að ofan og nefndist þá krókfaldur. Laus svunta var borin við pilsið. Búningurinn var þá oft mjög litríkur en með tímanum dró úr mikilli litanotkun. Búningur sem varðveittur er í safni Viktoríu & Alberts í Lundúnum er af þessari gerð og er í raun besta heimild okkar um gamlan faldbúning. Þegar kemur fram á 19. öldina breyttist faldurinn og á myndum frá fjórða áratug þeirrar aldar er hann þunnur og flatur, breiðastur efst en mjórri neðst þar sem klútur er vafinn um höfuðið. Slíkur faldur nefndist spaðafaldur. Á þeim tíma var einnig farið að afmarka svuntu með bryddingum niður eftir pilsinu að framan fremur en að bera lausa svuntu við búninginn. Þá var skrautbekkur hafður breiðari á svuntuhluta pilsins en á pilsinu sjálfu, líkt og hafði verið á svuntunni þegar hún var laus frá pilsinu.
Við þennan búning eru nú notaðir svartir ullarsokkar og látlausir svartir skór.
{{hreinsa}}
 
== Búningahlutar ==