„Saga kvenna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Salvor (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Salvor (spjall | framlög)
Lína 21:
 
== Bríet ==
[[Mynd:Briet.jpg|thumb|Bríet á yngri árum|left]]
Bríet Bjarnhéðinsdóttir (1856 - 1940) er sú kona sem hæst ber þegar farið er yfir byrjun kvenfrelsisins hér á Íslandi. Hún hélt frægan fyrirlestur fyrir troðfullu húsi í lok árs 1887 sem auglýstur var „Fyrirlestur um hagi og rjettindi kvenna” (Auður Styrkársdóttir, 1997:48) Bríet fór þar vel yfir stöðu kvenna á þessum árum, ekki bara á Íslandi heldur einnig í Evrópu og Bandaríkjum. Hún sagði frá því hvernig konur væru smátt og smátt að fá aukin réttindi, bæði til náms og starfa. Hún vakti einnig í lokin athygli á launamum kvenna og karla sem henni þótti óréttlátur og konum í óhag. (Bríet Bjarnhéðinsdóttir, 1997:364) Bríet stóð að stofnun Hins íslenska kvenfélags 1894 og Verkakvennafélagsins Framsóknar 1914. Hún stofnaði og var formaður Kvenréttindafélags Íslands frá stofnun árið 1907 til 1911 og svo aftur 1912 til 1926, og var hún fulltrúi þess á mörgum alþjóðaþingum. KRFÍ er starfandi enn í dag og er elsta kvenfélag á Íslandi og þó víða væri leitað Bríet hafði ferðast um Norðurlönd og kynnst þar baráttukonum fyrir auknum réttindum kvenna, bæði frá Norðurlöndum og Bandaríkjunum. Stofnun KRFÍ er því að erlendri fyrirmynd, en Bríet var í bréfasambandi við þær konur sem hún hafði kynnst á Norðurlöndum. Efst á baugi KRFÍ í byrjun var fyrst og fremst að berjast fyrir auknum áhrifum og réttindum kvenna í stjórnmálum.(Auður Styrkársdóttir, 1982:35). Kvenréttindafélagið hafði frumkvæði að framboði sérstaks kvennalista í samstarfi við fimm önnur kvenfélög í Reykjavík og var Bríet í hópi þeirra sem buðu sig fram. Erfiðlega gekk í byrjun að fá frambjóðendur úr röðum kvenna en að lokum gáfu kost á sér auk Bríetar þrjár virtar konur. Það voru þær Katrín Magnússon, formaður Hins íslenska kvenfélags, Þórunn Jónassen, formaður Thorvaldsensfélagsins og Guðrún Björnsdóttir mjólkursali. Bríet starfaði sem bæjarfulltrúi í Reykjavík frá 1908 til 1912 og aftur 1914 til 1920. Þessi mikli baráttujaxl í málefnum kvenna á mikinn grunn að þeim árangri sem náðist í þeirri baráttu sem stóð um réttindi kvenna í byrjun 20. aldar og eiga íslenskar konur henni mikið að þakka.