„Saga kvenna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Salvor (spjall | framlög)
Salvor (spjall | framlög)
Lína 27:
Árið 1869 birtist grein Páls Melsteds „Hvað verður gert fyrir kvenfólkið?” í Norðanfara og fjallaði um stofnun skóla fyrir stúlkur. Þessi grein Páls var svo undanfari þess að hann og kona hans Þóra Melsted beittu sér fyrir stofnun Kvennaskólans í Reykjavík. (Auður Styrkársdóttir, 1997:37). Komu kröfur kvenna í framhaldi af grein Páls. Kröfur um kosningarétt fóru ekki að knýja verulega á fyrr en um aldamótin og var þá jafnvel svo að mörgum konum þótti brýnna að sinna félagsstarfi en að standa í baráttu fyrir kosningarétti. (Auður Styrkársdóttir, 1997:40).
 
Konur fengu, eftir tilskipun frá konungi, rétt til æðri menntunar árið 1886. Þær máttu taka próf frá Lærða skólanum, en ekki stunda nám þar, en máttu stunda nám í Læknaskólanum og taka próf þaðan. Að auki máttu þær sitja í Prestaskólanum og taka þaðan próf í guðfræði, en ekki þó hið sama og prestar tóku. Það var og tekið skýrt fram að konur mættu ekki stíga í stólinn, en svo er nefnt að prédika yfir söfnuði. Ekkert af þessum rétti gaf konum þó rétt til að starfa við slík embætti sem þær máttu nema og ekki gátu þær heldur fengið styrki fyrir náminu. (Heimasíða KRFÍ – http://www.krfi.is/saga.htm).
 
Ári áður eða 1885 hélt Páll nokkur Briem sögulegan fyrirlestur um frelsi og menntun kvenna. Talið er að þessi fyrirlestur, sem síðar var gefinn út, hafi verið meðal áhrifamestu rita í íslenskri kvennabaráttu á 19. öld, en Páll var talinn með helstu talsmönnum kvenréttinda á þessum tíma. (Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, 2001:47). Páll tekur sterkt til orða í þessum fyrirlestri, talar um baráttuna að konur fái réttindi, fái vald. Hann segir frelsi kvenna nátengt menntun þeirrra. Það sé það sem barátta kvenfrelsis standi um, að kvenmenn geti menntað sig til jafns við karlmenn. (Páll Briem, 1997:278). Í þessum fyrirlestri fer hann í gegnum sögu kvenfrelsisins í Bandaríkjunum og Evrópu, telur m.a. að England sé þar lengst komið og að það megi ekki síst þakka ritum John Stuart Mill og baráttu hans, m.a. inni á þingi, fyrir því að konur fengju kosningarétt. (Páll Briem, 1997:324). Hann segir það skyldu kvenna hér á Íslandi að berjast fyrir kosningarétti til löggjafarþings, hann væri þeirra lögleg eign. Einnig lagði Páll áherslu á jafnrétti í þessum fyrirlestri. (Páll Briem 1997:299). Hann fór víðar í þessum fyrirlestri sínum um baráttu kvenna víðs vegar um heiminn fyrir auknum réttindum sem ekki verður rakið hér, en menntun konum til handa var þó efst á baugi í hans ræðu auk þátttökuréttinda til kosninga.
 
Það er svo árið 1911 að konur fá að lokum rétt til menntunar, styrkja og embættisstarfa til jafns á við karla. Það var Kvenréttindafélag Íslands, sem stofnað var 1907, sem beitti sér mjög fyrir aðgöngurétti kvenna að öllum skólum, styrkjum og embættum til jafns við karlmenn og í mars 1911 lagði Hannes Hafstein fram frumvarp um rétt kvenna til embættisnáms, námsstyrkja og embætta en það var Bríet Bjarnhéðinsdóttir sem fékk Hannes til að leggja fram þetta frumvarp. Lög þessi voru staðfest í júlí sama ár og höfðu þá konur fengið fullt jafnrétti við karla til menntunar og embætta. ([[http://www.krfi.is KRFÍ]]).
 
== Spurningar ==