„Beatrix Potter“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Salvor (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Salvor (spjall | framlög)
Lína 6:
 
== Ævisaga ==
Beatrix Potter fæddist í [[w:en:Kensington|Kensington]], [[w:en:London|London]] árið [[w:1866|1866]]. Á bernskuárum sínum hlaut hún kennslu heima við og fékk sjaldan tækifæri til að hitta önnur börn. Yngri bróðir hennar, Bertram, var lítið heima þar sem hann var sendur í [[w:heimavistarskóli|heimavistarskóla]] og var Beatrix því mest ein ásamt gæludýrunum sínum. Hún átti froska, salamöndrur, tvær kanínur og jafnvel leðurblöku. Önnur kanínan hennar hét Benjamín og þótti Potter hann vera ófyrirleitinn og hortugur. Hina kanínuna sína kallaði hún Pétur og tók hún hann með sér hvert sem hún fór. Potter fylgdist með þessum dýrum tímunum saman og rissaði myndir af þeim á blað. Með tímanum urðu myndirnar æ betri og þróuðust þannig listrænir hæfileikar hennar frá unga aldri.
 
Faðir Potters, Rupert William Potter ([[w:1832|1832]]-[[w:1914|1914]]), var menntaður [[w:hæstaréttarlögmaður|hæstaréttarlögmaður]] en eyddi flestum stundum sínum í klúbbi fyrir herramenn og vann mjög lítið. Móðir hennar, Helen Potter née Leech ([[w:1839|1839]]-[[w.1932|1932]]), var dóttir bómullarkaupmanns og gerði lítið annað en að heimsækja fólk og taka sjálf á móti gestum. Fjölskyldan lifði að mestu á tekjum úr arfi beggja foreldra.
 
Á hverju sumri leigði Rupert Potter hús í sveitinni, fyrst Dalguise House í [[w:en:Perthshire|Perthshire]] í [[w:Skotland|Skotlandi]] á árunum [[w:1871|1871]]-[[w:1881|1881]] <ref>http://www.geo.ed.ac.uk/scotgaz/towns/townfirst1277.html</ref> og síðar annað hús í [[w:en:Lake District|Lake District]] héraðinu í Englandi. Árið 1882 hitti fjölskyldan prestinn á staðnum, [[w:en:Hardwicke Rawnsley|Canon Hardwicke Rawnsley]], sem hafði miklar áhyggjur af afleiðingum iðnaðar og [[w:ferðaþjónustaa|ferðaþjónustu]] í [[w:en:Lake District|Lake District]] héraðinu. Hann stofnaði síðar [[w:náttúruvernd|náttúruvernd]]arráðiðnáttúruverndarráðið [[w:en:National Trust for Places of Historic Interest or Natural Beauty|National Trust]] árið 1895 til að stuðla að varðveislu sveitarinnar. Beatrix Potter varð strax hugfangin af stórskornum fjöllunum og dimmum stöðuvötnunum og fyrir tilstuðlan Rawnsleys lærði hún mikilvægi þess að reyna að varðveita náttúruna, eitthvað sem fyldi henni alla tíð.
 
=== Áhugi á vísindum og rannsóknir á sveppum===
Þegar Potter komst á unglingsárin gerðu foreldrar hennar hana að ráðskonu hjá sér og drógu úr henni allan kjark til að mennta sig frekar. Frá fimmtán ára aldri fram yfir þrítugt skrifaði hún um daglegt líf sitt í dagbók með sérstöku dulmáli (sem ekki tókst að ráða í fyrr en áratugum eftir andlát hennar).
 
Frændi hennar reyndi að koma henni að sem nemanda við [[w:en:Royal Botanic Gardens, Kew|Royal Botanical Gardens]] skólann í Kew en henni var hafnað vegna þess að hún var kona. Potter varð síðar ein af þeim fyrstu til að benda á að [[w:fléttur|fléttur]] (e.[[w:en:lichens|lichens]]) séu í raun samband [[w:sveppur|sveppa]] (e.[[w:en:fungi|fungi]]) og [[w:þörungur|þörunga]] (e.[[w:en:algae|algae]]). <ref>http://www.sciencemusings.com/2006/10/sharp-and-half-sharp_29.html</ref> Þar sem að á þessum tíma var einungis hægt að skrásetja örsmáar myndir með því að mála þær, gerði Potter fjölmargar teikningar af fléttum og sveppum. Niðurstöður athuganna hennar leiddu til þess að hún naut virðingar víða á Englandi sem reyndur [[w:sveppafræðingur|sveppafræðingur]]. Hún lærði einnig um spírun [[w:gró|gróa]] og lífsferil sveppa. Nákvæmar [[w:vatnslitamyndir|vatnslitamyndir]] Potters af sveppum, sem voru um 270 talsins árið 1901, eru geymdar í [[w:en:Armitt Library|Armitt Library]] safninu í [[w:en:Ambleside|Ambleside]].
 
Árið 1897 kynnti frændi hennar, Sir [[w:en:Henry Enfield Roscoe|Henry Enfield Roscoe]], ritgerð hennar um spírun gróa fyrir [[w:en:Linnean Society|Linnean Society]], þar sem konum var meinaður aðgangur að fundum. (Árið 1997 gaf félagið út opinbera afsökunarbeiðni vegna framkomu þess gagnvart Potter). The [[w:en:Royal Society|Royal Society]] hafnaði einnig beiðni hennar um að gefa út eina af ritgerðum hennar.
 
=== Bókmenntaferill ===
[[Image:Benjamin and Flopsy Bunny - Project Gutenberg eText 14220.jpg|thumbnail|right|250px|MyndskreitingMyndskreyting Potters af kanínum hennar sem hún gæddi mannlegu eðli – hér sjást giftu frændsystkinin Benjamin og Flopsy Kanína (og Pétur Kanína í bakrunninum), frá sögunni ''[[w:en:The Tale of the Flopsy Bunnies|The Tale of the Flopsy Bunnies]]''.]]
Margar sögur hennar og verkefni voru byggðbyggðar á litlu dýrunum sem hún læddi inn á heimilið eða fylgdist með í fjölskyldufríunum í [[w:Skotland|Skotlandi]] eða í [[w:en:Lake District|Lake District]] sýslu. Hún var hvött til að gefa út Söguna af Pétri Kanínu (e.''[[w:en:The Tale of Peter Rabbit|The Tale of Peter Rabbit]]''), en hún átti erfitt með að finna útgefanda þar til hún fékk [[w:en:Warne & Co|Frederick Warne & Company]] til að gefa hana út árið 1902, en þá var Potter orðin 36 ára gömul. Þessi litla bók og þær sem á eftir komu hlutu ákaflega góðar viðtökur og hún fékk góðar tekjur af sölu þeirra. Hún trúlofaðist útgefandanum [[w:en:Norman Warne|Norman Warne]] á laun en foreldrar hennar voru mótfallnir því að hún giftist smákaupmanni. Andstaða þeirra við ráðahaginn gerði það að verkum að Beatrix fjarlægðist foreldra sína. Hins vegar varð ekkert af brúðkaupinu þar sem Norman veiktist skömmu eftir trúlofunina og lést innan fárra vikna. Beatrix varð miður sín.
 
Potter skrifaði alls 23 bækur sem gefnar voru út og gerðar með því sniði sem hentar börnum. Um 1920 dró heldur úr skrifunum sökum þess að sjón hennar fór versnandi. ''[[w:en:The Tale of Little Pig Robinson|The Tale of Little Pig Robinson]]'' var gefin út árið 1930, þó svo að handritið hafi verið eitt af þeim fyrstu sem hún skrifaði.<ref>Egoff, Shelia. ''Only Connect: Readings on Children's Literature''. Oxford Univeristy Press, 1996</ref>
 
=== Efri ár ===
Eftir andlát Warnes, keypti Potter sveitabýlið [[w:en:Hill Top, Cumbria|Hill Top Farm]] í þorpinu [[w:en:Near Sawrey|Sawrey]],[[w:en:Cumbria|Cumbria]] í Lake District héraðinu. Hún elskaði landslagið og heimsótti býlið eins oft og hún gat. VegnaHún fékk fastraföst ritlaunaritlaun fyrir bækur sínar og gat húnþví keypt landskika með aðstoð lögfræðingsins William Heelis. Árið 1913 þegar Potter var 47 ára giftist hún Heelis og fluttu þau á sveitabýlið til frambúðar. Í sumum af vinsælustu verkum Potters má sjá myndir af sveitabýlinu [[w:en:Hill Top Farm|Hill Top Farm]] og þorpið. Þau hjónin áttu engin börn en býlið var iðandi af dýralífi, s.s. hundum, köttum og einnig áttu þau broddgöltinn “Frú Tiggywinkle”.
 
Þegar Potter fluttist í Lake District sýsluna fékk hún áhuga á að rækta og sýnasýningum vissaá tegund afsérstakri rollumsauðfjártegud. Hún varð virtur bóndi, dómari á landbúnaðarsýningum í sveitinni og forseti Herdwick Sheep Breeders’ Association félagsins. Þegar foreldrar Potters létust notaði hún arfinnarf sinn til að kaupa fleiri býli og landsvæði. Nokkrum árum síðar fluttu Potter og Heelis inn í þorpið [[w:en:Sawrey|Sawrey]] og í Castle Cottage þar sem hún var þekkt af börnum bæjarins fyrir geðillsku og kölluðu þau hana “Auld Mother Heelis”. <ref>http://www.bbc.co.uk/dna/h2g2/A642151</ref>
 
Beatrix Potter lést árið 1943 í Castle Cottage í Sawrey. Líkami hennar var brenndur og öskunni dreyft yfir sveitina í grennd við Sawrey. <ref>http://www.britainunlimited.com/Biogs/Potter.htm</ref>
 
Hvað kallaði Potter kanínu sína í bers
 
== Í kjölfarið ==