„Saga þýska-ljóðsins“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Salvor (spjall | framlög)
Salvor (spjall | framlög)
Lína 10:
Þótt að Schubert hafi verið fyrstur til að kanna óendanlega möguleika á samspili söngraddar og píanós, þá áttu Haydn, Mozart og Beethoven stóran þátt í því að undirbúa jarðveginn fyrir þýska ljóðið. Allir sömdu þeir gullfalleg ljóð og þykir Veilchen eftir Mozart hafa alla bestu kosti ljóðsins. E. T. A. Hoffman sem var þýskt skáld á þessum tíma sagði: „Tónlist Haydns minnir okkur á alsælu eilífrar æsku fyrir syndafallið. Mozart leiðir okkur inn í hugarheim ólýsanlegrar löngunar eftir ást og dapurleika, en tónlist Beethovens ýfir upp tilfinningar ótta og aðdáunar, ógna og þjáninga og óhemjanlega þrá, sem er kjarninn í rómantíkinni.“
 
[[Mynd:De-Erlkönig-wikisource.ogg|thumb|left|250 px|Upplestur á þýsku á ljóðinu [[w:de:s:Erlkönig|Álfakonungur]] efir Goethe]]
Samkvæmt þessu er Beethoven því rómantískt tónskáld en byggði auðvitað einnig á klassískri kunnáttu. Það má segja að uppruna þýska ljóðsins sé að finna í rómantískum hugsunarhætti 19. aldarinnar. Rómantíkin byggðist frekar á hugarfarsbreytingum en breytingum á undirstöðum tónsmíðarinnar. Hún bauð upp á ýmislegt nýtt eins og t.d. frjálsa einstaklingsbundna tjáningu tilfinninga, hið óræða varð einnig mikilvægur þáttur í rómantískri list. Uppruna rómantísku stefnunnar má rekja til þýskra bókmennta og heimspeki og voru þar skáldið Goethe og heimspekingurinn Kant fremstir í flokki. Ástin, hetjudáðir og dauðinn voru aðalviðfangsefni rómantískra listamanna, sem kepptust við að leggja hlustendum til mismunandi og margvíslega tilfinningalega upplifum. Óhætt er að segja að 19. öldin hafi verið öld orðsins.
 
Lína 18:
Þarna höfum við tvær tilfinninga uppsprettur sem með góðu samspili geta skapað himneska tónlist. Söngvarinn sem með rödd sinni og tjáningu túlkar orð ljóðsins með litbrigðum og innri tilfinningu, og undirleikarinn sem með kunnáttu sinni nær öllu því besta út úr píanóinu með innlifun og öryggi. Ljóð er því samspil söngraddar og píanós þar sem orðin skipta öllu máli og mjög mikilvægt er að sameina ljóðið tónlistinni eins fullkomlega og hægt er. Ljóð geta verið í ýmsum formum svo sem strófísk, gegnumsamin, ballötur og allt þar á milli. Þetta getur verið mjög mismunandi eftir tónskáldum, því engin semur jú eins, hver hefur sinn óvéfengjanlega stíl til að ávarpa hlustendur.
 
[[Mynd:Found.ogg|thumb|left|250 px|[[w:en:s:Found|Found]]<br> - Upplestur á enskri þýðingu á ljóðinu [[w:de:s:Gefunden|Gefunden]] eftir Goethe ]]]]
Það voru aðvitað mörg tónskáld sem reyndu fyrir sér í þessu nýja listformi 19. aldarinnar. Má þar nefna menn eins og Haydn, Mozart, Beethoven, Strauss, Mahler, Mendelsohn og fleiri. Frægð þessara merku tónskálda byggist þó frekar á öðru heldur en sönglagagerð. Haydn er t.d. þekktur fyrir sinfóníur sínar og strengjakvartetta og Mozart og Strauss helst fyrir óperur sínar. Því skal hér í næsta kafla einungis talað um Schubert, Schumann, Brahms og Wolf, en þessi tónskáld eru þekktust fyrir sönglög sín, og hafa samanlagt samið yfir 1200 af dýrmætustu og fegurstu ljóðaperlum sem til eru.