„Saga þýska-ljóðsins“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Salvor (spjall | framlög)
Salvor (spjall | framlög)
Lína 18:
Þarna höfum við tvær tilfinninga uppsprettur sem með góðu samspili geta skapað himneska tónlist. Söngvarinn sem með rödd sinni og tjáningu túlkar orð ljóðsins með litbrigðum og innri tilfinningu, og undirleikarinn sem með kunnáttu sinni nær öllu því besta út úr píanóinu með innlifun og öryggi. Ljóð er því samspil söngraddar og píanós þar sem orðin skipta öllu máli og mjög mikilvægt er að sameina ljóðið tónlistinni eins fullkomlega og hægt er. Ljóð geta verið í ýmsum formum svo sem strófísk, gegnumsamin, ballötur og allt þar á milli. Þetta getur verið mjög mismunandi eftir tónskáldum, því engin semur jú eins, hver hefur sinn óvéfengjanlega stíl til að ávarpa hlustendur.
 
[[Mynd:Found.ogg|thumb|left|Upplestur á enskri þýðingu á ljóðinu [[w:ende:s:Gefunden|Gefunden]] eftir Goethe ]]
Það voru aðvitað mörg tónskáld sem reyndu fyrir sér í þessu nýja listformi 19. aldarinnar. Má þar nefna menn eins og Haydn, Mozart, Beethoven, Strauss, Mahler, Mendelsohn og fleiri. Frægð þessara merku tónskálda byggist þó frekar á öðru heldur en sönglagagerð. Haydn er t.d. þekktur fyrir sinfóníur sínar og strengjakvartetta og Mozart og Strauss helst fyrir óperur sínar. Því skal hér í næsta kafla einungis talað um Schubert, Schumann, Brahms og Wolf, en þessi tónskáld eru þekktust fyrir sönglög sín, og hafa samanlagt samið yfir 1200 af dýrmætustu og fegurstu ljóðaperlum sem til eru.