„Saga þýska-ljóðsins“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Salvor (spjall | framlög)
Salvor (spjall | framlög)
Lína 10:
Þótt að Schubert hafi verið fyrstur til að kanna óendanlega möguleika á samspili söngraddar og píanós, þá áttu Haydn, Mozart og Beethoven stóran þátt í því að undirbúa jarðveginn fyrir þýska ljóðið. Allir sömdu þeir gullfalleg ljóð og þykir Veilchen eftir Mozart hafa alla bestu kosti ljóðsins. E. T. A. Hoffman sem var þýskt skáld á þessum tíma sagði: „Tónlist Haydns minnir okkur á alsælu eilífrar æsku fyrir syndafallið. Mozart leiðir okkur inn í hugarheim ólýsanlegrar löngunar eftir ást og dapurleika, en tónlist Beethovens ýfir upp tilfinningar ótta og aðdáunar, ógna og þjáninga og óhemjanlega þrá, sem er kjarninn í rómantíkinni.“
 
[[Mynd:De-Erlkönig-wikisource.ogg|thumb|left|Upplestur á þýsku á ljóðinu Álfakonungur efir Goethe]]
Samkvæmt þessu er Beethoven því rómantískt tónskáld en byggði auðvitað einnig á klassískri kunnáttu. Það má segja að uppruna þýska ljóðsins sé að finna í rómantískum hugsunarhætti 19. aldarinnar. Rómantíkin byggðist frekar á hugarfarsbreytingum en breytingum á undirstöðum tónsmíðarinnar. Hún bauð upp á ýmislegt nýtt eins og t.d. frjálsa einstaklingsbundna tjáningu tilfinninga, hið óræða varð einnig mikilvægur þáttur í rómantískri list. Uppruna rómantísku stefnunnar má rekja til þýskra bókmennta og heimspeki og voru þar skáldið Goethe og heimspekingurinn Kant fremstir í flokki. Ástin, hetjudáðir og dauðinn voru aðalviðfangsefni rómantískra listamanna, sem kepptust við að leggja hlustendum til mismunandi og margvíslega tilfinningalega upplifum. Óhætt er að segja að 19. öldin hafi verið öld orðsins.