„Saga þýska-ljóðsins“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Salvor (spjall | framlög)
Salvor (spjall | framlög)
Lína 23:
 
Schubert er án efa mestur allra tónskálda í gerð sönglaga og sagt er að ekki sé til sönglag eftir Schubert sem ekki sé hægt að læra eitthvað af. Hann samdi allar útgáfur af ljóðum í alls kyns formum, sama hvað hann fékk í hendurnar hann gat samið fallegt sönglag við hvaða texta sem var. Í ljóðum Schuberts liggur laglínan á besta stað fyrir söngvarann, sömu sögu er að segja um píanóið fyrir píanistann. Hlutverk píanósins er fallega litað, fjölbreytt og lýsandi og laglínan, hljóðfæri og orð mynda eina samfellda heild. Oft er að finna í ljóðum Schuberts lýsingu á umhverfi nokkurs konar sveitastemmingu, eða hljóðum eins og t.d. hófadyn eða rokkhljóði sem hann framkvæmir með píanóinu. Má þar nefna lög eins og Gretchen am Spinnrade um unga stúlku sem situr ein við rokkinn og hugsar um elskhuga sinn, og Erlkönig um dauðasæringar áfakóngsins sem rænir að lokum sál drengsins. Dregnar eru upp myndir af næturreiðinni, hófadyn hestsins, kvíðafullum föður, óttaslegnum syni og óhugnanlega tælandi álfadjöfli. Schubert samdi einnig ljóðaflokkinn Winterreise og má þar finna mörg af hans bestu lögum. Schubert dó 31 árs gamall. Hvað hann kynni að hafa samið á lengri ævi verður aldrei vitað. Þrátt fyrir allt eru verk hans slík að honum er skipað í hóp mestu tónskálda heims. Grafskriftin fræga sem prýðir legstein hans segir: „Tónlistin ber hér til moldar mikinn auð og þó miklu fegurri vonir“.
[[Mynd:Ellens_dritter_Gesang.ogg|left]]Hljóðdæmi um tónlist Schuberts
 
Hljóðdæmi um tónlist Schuberts
[[Mynd:Ellens_dritter_Gesang.ogg|left]]
 
== Schumann ==