„Saga þýska-ljóðsins“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Salvor (spjall | framlög)
Salvor (spjall | framlög)
Lína 38:
 
== Wolf ==
[[Mynd:Wolf.jpg |left|100 px]][[w:en:Hugo Wolf|Hugo Wolf]] var fæddur árið 1860 og dó árið 1903. Frægð Wolfs byggist á næstum 300 sönglögum hans, sem líta má á sem hátind þýska ljóða-söngsins með munablíðum og oft glæsilega snjöllum píanóundirleik. Píanóið fer með aðalhlutverkið, eins og hljómsveit Wagner gerði í óperum hans, og mannsröddin gerir ekki annað en að syngja undir. Wolf hafði ekki til að bera hina fljúgandi einföldu lagrænu hæfileika Schuberts, en lög hans sýna ótrúlegan næmleika fyrir blæbrigðum orða, tilfinninga og skaplyndis og hárfínni samhljóman. Wolf var það tónskáld sem virti textann meir en nokkur annar, og var mjög sérvitur á þau ljóð sem hann notaði í lögum sínum. Ljóðin urðu að vera einstaklega góð og enginn mátti hafa notað þau áður. Wolf var snillingur í að sameina ljóðið tónlistinni og sagt er að jafnvel Schubert hafi ekki tekist það jafnvel og honum. Á aðeins þremur mánuðum samdi Wolf 43 lög við ljóð eftir Mörike. Í líkri sköpunarskorpu hespaði hann af lögum við kvæði Eichendorffs og Goethes. Hann samdi einnig flokka sem hann kallaði Spænsku og Ítölsku ljóðabækurnar.
 
== Krossapróf ==