„Saga þýska-ljóðsins“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Salvor (spjall | framlög)
Salvor (spjall | framlög)
Lína 12:
Samkvæmt þessu er Beethoven því rómantískt tónskáld en byggði auðvitað einnig á klassískri kunnáttu. Það má segja að uppruna þýska ljóðsins sé að finna í rómantískum hugsunarhætti 19. aldarinnar. Rómantíkin byggðist frekar á hugarfarsbreytingum en breytingum á undirstöðum tónsmíðarinnar. Hún bauð upp á ýmislegt nýtt eins og t.d. frjálsa einstaklingsbundna tjáningu tilfinninga, hið óræða varð einnig mikilvægur þáttur í rómantískri list. Uppruna rómantísku stefnunnar má rekja til þýskra bókmennta og heimspeki, og voru þar skáldið Goethe og heimspekingurinn Kant fremstir í flokki. Ástin, hetjudáðir og dauðinn voru aðalviðfangsefni rómantískra listamanna, sem kepptust við að leggja hlustendum til mismunandi og margvíslega tilfinningalega upplifum. Óhætt er að segja að 19. öldin hafi verið öld orðsins.
 
[[Mynd:Weimarer Klassik.jpg|thumb|left|250 px|Kveðskapurinn streymdi frá skáldum. Hér eru Schiller, Wilhelm og Alexander von Humboldt og Goethe í Jena]]
Kveðskapurinn streymdi frá skáldum eins og Goethe, Mörike, Eichendorff, Heine, Hölty, en allir sömdu þeir yndislega falleg ljóð. Píanóið tók við af Sembal og voru tónskáld fljót að nýta sér þetta nýja betrumbætta hljóðfæri. Píanóið bauð upp á endalausa möguleika við túlkun tilfinninga og kveðskapur og tónlist runnu saman í eitt. Þarna voru tónskáld 19. aldarinnar komnir með nýtt og spennandi form til að túlka það sem félagslegt andrúmslofts þessa tíma stuðlaði að, þ.e. endalausa rómantík. Heimspekingurinn Kant trúði því að tilfinningin en ekki skynsemin væri uppspretta listarinnar og hann skilgreindi tónlist sem “list hins fagra samleiks tilfinninganna”. Það er einmitt samleikur söngraddar og píanós sem einkennir gott ljóð.